Lögreglan í Beverly Hills hefur birt upptöku af símtali í neyðarnúmerið 911, þar sem starfsmaður hótelsins tilkynnir að söngkonan Whitney Houston hafi fundist í baðkari á herbergi hótelsins. Lögreglan hefur lokið við rannsókn málsins en samkvæmt úrskurði dánardómstjóra drukknaði söngkonan í baðkarinu.
Lögreglan í Beverly Hills hefur birt upptöku af símtali í neyðarnúmerið 911, þar sem starfsmaður hótelsins tilkynnir að söngkonan Whitney Houston hafi fundist í baðkari á herbergi hótelsins. Lögreglan hefur lokið við rannsókn málsins en samkvæmt úrskurði dánardómstjóra drukknaði söngkonan í baðkarinu.
Lögreglan í Beverly Hills hefur birt upptöku af símtali í neyðarnúmerið 911, þar sem starfsmaður hótelsins tilkynnir að söngkonan Whitney Houston hafi fundist í baðkari á herbergi hótelsins. Lögreglan hefur lokið við rannsókn málsins en samkvæmt úrskurði dánardómstjóra drukknaði söngkonan í baðkarinu.
Rannsókn lögreglu leiddi ennfremur í ljós að á baðherberginu á hótelherberginu fundust tæki til fíkniefnaneyslu, skeið, spegill og upprúllaður pappír sem og hvítt duft.
Houston lést 11. febrúar, nokkrum klukkustundum áður en Grammy-verðlaunahátíðin fór fram en hún var m.a. boðin í veislu fyrir hátíðina. Houston fór síðast í fíkniefnameðferð í maí árið 2011. Hún var 48 ára gömul er hún lést.