Reykvíkingar í forgangi

Utangarðs á Íslandi | 28. júní 2012

Reykvíkingar í forgangi

Reykvíkingar sem leita sér skjóls í Gistiskýlinu, sem er athvarf fyrir útigangsmenn í Þingholtsstræti, njóta forgangs umfram þá sem koma úr öðrum bæjarfélögum. Að sögn Þóris Haraldssonar, dagskrárstjóra Gistiskýlisins, hefur þurft að vísa mönnum frá í „innan við tíu skipti“ en hægt er að leita til lögreglu til þess að fá næturskjól.

Reykvíkingar í forgangi

Utangarðs á Íslandi | 28. júní 2012

Sjaldan hefur þurft að vísa útigangsmönnum frá í Gistiskýlinu í …
Sjaldan hefur þurft að vísa útigangsmönnum frá í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Mynd úr safni mbl.is/Jakob Fannar

Reykvíkingar sem leita sér skjóls í Gistiskýlinu, sem er athvarf fyrir útigangsmenn í Þingholtsstræti, njóta forgangs umfram þá sem koma úr öðrum bæjarfélögum. Að sögn Þóris Haraldssonar, dagskrárstjóra Gistiskýlisins, hefur þurft að vísa mönnum frá í „innan við tíu skipti“ en hægt er að leita til lögreglu til þess að fá næturskjól.

Reykvíkingar sem leita sér skjóls í Gistiskýlinu, sem er athvarf fyrir útigangsmenn í Þingholtsstræti, njóta forgangs umfram þá sem koma úr öðrum bæjarfélögum. Að sögn Þóris Haraldssonar, dagskrárstjóra Gistiskýlisins, hefur þurft að vísa mönnum frá í „innan við tíu skipti“ en hægt er að leita til lögreglu til þess að fá næturskjól.

Á árinu var bætt við fjórum gistirýmum og eru þau nú 20 en voru áður 16. Á árinu 2011 voru 5.648 gistinætur nýttar af 7.300 í heild sem er um 78% nýting á gistirýmum. 133 einstaklingar nýttu sér úrræðið á þessum tíma.

„Það er oft fullt og sem betur fer er mjög sjaldgæft að við þurfum að vísa fólki frá sökum búsetu,“ segir Þórir.

„Reykjavíkurborg er að reka þetta og þess vegna er þetta fyrir Reykvíkinga. Ekki hefur náðst samstaða við hin sveitarfélögin um að þau borgi fyrir sína menn, en við verðum að vinna eftir þessu,“ segir Þórir.

Gistiskýlið er rekið af Samhjálp en heyrir undir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

mbl.is