Lögreglan í Aurora, bænum þar sem skotárásin á forsýningu myndarinnar The Dark Knight Rises átti sér stað, er nú byrjuð að aftengja sprengjur og aðrar gildrur á heimili þess sem er í haldi grunaður um verknaðinn.
Lögreglan í Aurora, bænum þar sem skotárásin á forsýningu myndarinnar The Dark Knight Rises átti sér stað, er nú byrjuð að aftengja sprengjur og aðrar gildrur á heimili þess sem er í haldi grunaður um verknaðinn.
Lögreglan í Aurora, bænum þar sem skotárásin á forsýningu myndarinnar The Dark Knight Rises átti sér stað, er nú byrjuð að aftengja sprengjur og aðrar gildrur á heimili þess sem er í haldi grunaður um verknaðinn.
Þegar lögreglan hugðist fara inn í íbúð hins grunaða, James Holmes, í gær blöstu við þeim vírar, sprengiefni og krukkur sem óttast var að innihéldu einhvers konar efnavopn. Samkvæmt Cassidee Carlson, talsmanni lögreglunnar er nú búið að aftengja fyrstu hættuna, en það var vír sem tengdur var við eldsprengju, sem hefði grandað hverjum sem hefði farið inn í íbúðina.
Nú þurfi að aftengja næstu gildru sem biði inni í íbúðinni, en jafnvel væri talið að það þyrfti litla sprengingu til þess að gera það. Hún vildi ekki segja hversu langan tíma aðgerðin myndi taka. Búið er að rýma næstu hús við íbúð Holmes, og verið er að fylgjast með efnum í lofti til þess að reyna að efnagreina gildrurnar.
70 bíógestir voru skotnir í árásinni aðfaranótt föstudags. Þar af eru 12 manns látnir, og 30 manns eru enn á sjúkrahúsi, og eru 11 af þeim taldir vera í lífshættu. Minningarathöfn fór fram við kvikmyndahúsið í gærkvöldi, og skildu hundruð manna eftir blóm og kerti.
Enn er ekki vitað hvaða ástæðu Holmes hafi haft til þess að fremja slíkt voðaverk, en eina atriðið á sakaskrá hans var umferðarsekt vegna hraðaksturs. Hann verður dreginn fyrir rétt á mánudaginn.