Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur aflýst tveimur frumsýningum nýjustu Batman kvikmyndarinnar The Dark Knight Rises til viðbótar, en tólf létust og 58 særðust þegar byssumaður ruddist inn á frumsýningu myndarinnar í Aurora í Coloradoríki á fimmtudagskvöldið.
Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur aflýst tveimur frumsýningum nýjustu Batman kvikmyndarinnar The Dark Knight Rises til viðbótar, en tólf létust og 58 særðust þegar byssumaður ruddist inn á frumsýningu myndarinnar í Aurora í Coloradoríki á fimmtudagskvöldið.
Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur aflýst tveimur frumsýningum nýjustu Batman kvikmyndarinnar The Dark Knight Rises til viðbótar, en tólf létust og 58 særðust þegar byssumaður ruddist inn á frumsýningu myndarinnar í Aurora í Coloradoríki á fimmtudagskvöldið.
Þegar hafði frumsýningu myndarinnar í París í Frakklandi verið aflýst og í dag var hætt við frumsýningar í Japan og Mexíkó.
Forráðamenn Warner Bros. eru sagðir íhuga að fresta útgáfu myndarinnar, sem fyrirhuguð var í september. Einnig munu vera hugmyndir um að breyta henni og taka út atriði þar sem byssumaður skýtur á áhorfendahóp, en það myndi hafa í för með sér að taka upp ný atriði í stað þeirra sem hugsanlega yrðu klippt út.