Fleiri frumsýningum aflýst

Fleiri frumsýningum aflýst

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur aflýst tveimur frumsýningum nýjustu Batman kvikmyndarinnar The Dark Knight Rises til viðbótar, en tólf létust og 58 særðust þegar byssumaður ruddist inn á frumsýningu myndarinnar í Aurora í Coloradoríki á fimmtudagskvöldið.

Fleiri frumsýningum aflýst

Skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado | 22. júlí 2012

Kvikmyndahúsið The Century 16 í Aurora í Coloradoríki þar sem …
Kvikmyndahúsið The Century 16 í Aurora í Coloradoríki þar sem byssumaður skaut á áhorendur Batmankvikmyndar. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur aflýst tveimur frumsýningum nýjustu Batman kvikmyndarinnar The Dark Knight Rises til viðbótar, en tólf létust og 58 særðust þegar byssumaður ruddist inn á frumsýningu myndarinnar í Aurora í Coloradoríki á fimmtudagskvöldið.

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. hefur aflýst tveimur frumsýningum nýjustu Batman kvikmyndarinnar The Dark Knight Rises til viðbótar, en tólf létust og 58 særðust þegar byssumaður ruddist inn á frumsýningu myndarinnar í Aurora í Coloradoríki á fimmtudagskvöldið.

Þegar hafði frumsýningu myndarinnar í París í Frakklandi verið aflýst og í dag var hætt við frumsýningar í Japan og Mexíkó.

Forráðamenn Warner Bros. eru sagðir íhuga að fresta útgáfu myndarinnar, sem fyrirhuguð var í september. Einnig munu vera hugmyndir um að breyta henni og taka út atriði þar sem byssumaður skýtur á áhorfendahóp, en það myndi hafa í för með sér að taka upp ný atriði í stað þeirra sem hugsanlega yrðu klippt út.

mbl.is