Obama heimsækir Aurora í dag

Obama heimsækir Aurora í dag

Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Aurora í Coloradoríki í dag þar sem hann mun hitta þá sem lifðu af skothríðina í kvikmyndahúsi bæjarins, þar sem 12 létu lífið og 58 særðust, sumir alvarlega. 

Obama heimsækir Aurora í dag

Skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado | 22. júlí 2012

Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Aurora í Coloradoríki í dag þar sem hann mun hitta þá sem lifðu af skothríðina í kvikmyndahúsi bæjarins, þar sem 12 létu lífið og 58 særðust, sumir alvarlega. 

Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Aurora í Coloradoríki í dag þar sem hann mun hitta þá sem lifðu af skothríðina í kvikmyndahúsi bæjarins, þar sem 12 létu lífið og 58 særðust, sumir alvarlega. 

Lögreglan í Colorado birti í dag nöfn þeirra sem létust í árásinni. Meðal þeirra var sex ára gömul stúlka. Hún var með móður sinni, sem var skotin í háls og kvið og liggur hún alvarlega særð á sjúkrahúsi.

Lögregla segir margt benda til þess að maðurinn hafi undirbúið árásina í marga mánuði áður en hann lét til skarar skríða.

Lögreglu tókst að komast inn í íbúð morðingjans, James Holmes, í gær. Hann hafði komið þar fyrir sprengjugildrum sem áttu að drepa hvern þann sem færi inn í íbúðina.

Dan Oates, yfirlögregluþjónn í Aurora, sagðist ævareiður vegna þessa. „Þessu var komið fyrir í íbúðinni til þess að drepa hvern þann sem þangað færi inn. Og hverjir voru líklegastir til þess eftir að hann hafði framið þennan hræðilega glæp? Það voru lögreglumenn,“ sagði Oates á blaðamannafundi.

Hann sagðist ekki geta gefið neinar upplýsingar um ástæðu voðaverksins, en Holmes mun koma fyrir dómara á morgun.

Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Aurora í Coloradoríki í dag.
Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsækir Aurora í Coloradoríki í dag. AFP
Frá aðgerðum við íbúð morðingjans, James Holmes, í gær. Hann …
Frá aðgerðum við íbúð morðingjans, James Holmes, í gær. Hann hafði komið sprengjugildrum fyrir í íbúðinni. AFP
Íbúar Aurora í Colorado syrgja hina látnu.
Íbúar Aurora í Colorado syrgja hina látnu. AFP
mbl.is