Ákæran gegn Holmes í 142 liðum

Ákæran gegn Holmes í 142 liðum

Saksóknarar í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hafa ákært James Holmes fyrir manndráp og tilraunir til manndráps en honum er gefið að sök að hafa skotið 12 manns til bana og sært 58 aðra í kvikmyndahúsi.

Ákæran gegn Holmes í 142 liðum

Skotárás í kvikmyndahúsi í Colorado | 30. júlí 2012

Saksóknarar í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hafa ákært James Holmes fyrir manndráp og tilraunir til manndráps en honum er gefið að sök að hafa skotið 12 manns til bana og sært 58 aðra í kvikmyndahúsi.

Saksóknarar í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hafa ákært James Holmes fyrir manndráp og tilraunir til manndráps en honum er gefið að sök að hafa skotið 12 manns til bana og sært 58 aðra í kvikmyndahúsi.

Ákæra saksóknara er í alls 142 liðum og er Holmes, sem er 24 ára gamall, bæði ákærður fyrir manndráp og tilraunar til manndráps. Að auki hefur hann verið ákærður fyrir að hafa búið yfir sprengjum en á heimili hans fannst m.a. mikið magn af sprengiefni.

James Holmes braut sér leið inn um neyðarútgang í sal kvikmyndahúss þar sem verið var að sýna nýjustu myndina um Leðurblökumanninn og hóf hann skothríð á þá sem þar voru.

Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort farið verður fram á dauðarefsingu yfir honum en frá árinu 1976 hefur einungis einn maður verið tekinn af lífi í Colorado-ríki.

James Holmes hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraunir til …
James Holmes hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraunir til manndráps. AFP
mbl.is