Stakk sjálfboðaliða með sprautunál

Utangarðs á Íslandi | 23. ágúst 2012

Stakk sjálfboðaliða með sprautunál

Maður vopnaður sprautunál stakk sjálfboðaliða Rauða krossins þrívegis í lærið fyrr í mánuðinum. Árásarmaðurinn náðist ekki og sjálfboðaliðinn þarf að bíða þar til um miðjan næsta mánuð til að fá niðurstöður úr blóðprufum sem teknar voru eftir árásina.

Stakk sjálfboðaliða með sprautunál

Utangarðs á Íslandi | 23. ágúst 2012

Sjálfboðaliði við Hjálparsímann.
Sjálfboðaliði við Hjálparsímann.

Maður vopnaður sprautunál stakk sjálfboðaliða Rauða krossins þrívegis í lærið fyrr í mánuðinum. Árásarmaðurinn náðist ekki og sjálfboðaliðinn þarf að bíða þar til um miðjan næsta mánuð til að fá niðurstöður úr blóðprufum sem teknar voru eftir árásina.

Maður vopnaður sprautunál stakk sjálfboðaliða Rauða krossins þrívegis í lærið fyrr í mánuðinum. Árásarmaðurinn náðist ekki og sjálfboðaliðinn þarf að bíða þar til um miðjan næsta mánuð til að fá niðurstöður úr blóðprufum sem teknar voru eftir árásina.

Sjálfboðaliðinn sem verið hefur hjá Rauða krossinum í um það bil ár var á leið á vakt snemma að kvöldi laugardagsins 4. ágúst, um verslunarmannahelgi, í Rauðakrosshúsinu við Hlemmtorg.

Þegar sjálfboðaliðinn gekk í átt að húsinu vatt sér að honum maður og spurði fyrst hvort hann væri sjálfboðaliði Rauða krossins en síðan hvort hann gæti ekki bjargað honum um hreinar sprautunálar. Sjálfboðaliðinn neitaði því enda ekki með aðgang að sprautunálum. Þessu næst hóf hann vakt sína.

Að vaktinni lokinni, um klukkan ellefu, fór sjálfboðaliðinn út á bílaplan og settist inn í bifreið sína. Þá var hurðin á bílnum rifin upp og hann stunginn þrívegis í lærið með sprautunál. Eftir það lét árásarmaðurinn sig hverfa.

Náðist ekki á öryggismyndavélar

Sjálfboðaliðinn hringdi þegar í lögreglu sem kom fljótlega á vettvang en árásarmanninn var hvergi að finna. Í kjölfarið fór hann á Landspítala þar sem teknar voru blóðprufur. Honum var þá sagt að það tæki sex vikur að fá niðurstöðu, sem er þá um 15. september.

Í vikunni á eftir var farið yfir upptökur úr öryggismyndavélum sem eru við Arion banka en atvikið gerðist of langt frá húsinu til að það sæist á þeim.

Því virðist sem árásarmaðurinn þurfi ekki að svara til saka en sjálfboðaliðinn bíður á milli vonar og ótta.

Frú Ragnheiður fór ekki af stað

Þótt erfitt sé að segja til um ástæður árásarinnar með fullri vissu og hana aldrei hægt að afsaka er þess að geta að Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, er venjulega starfrækt við Hlemmtorg á laugardagskvöldum.

Um er að ræða verkefni sem gengur út á að ná til jaðarhópa samfélagsins, s.s. útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim til dæmis hreinar sprautunálar.

Verkefnið er rekið í sjúkrabifreið sem ekið er um borgina og stoppar á ákveðnum stöðum. Ferðin hefst og endar við Hlemm. Þennan tiltekna dag, 4. ágúst, fengust hins vegar ekki sjálfboðaliðar til að manna Frú Ragnheiði og fór bíllinn því aldrei af stað.

Því má geta sér þess til að árásarmaðurinn hafi verið kominn til að nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar.

Hjá Rauða krossinum fengust þær upplýsingar að atvik sem þetta hefði aldrei áður komið upp.

Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði þar …
Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði þar sem dreift er sprautum, nálum og smokkum til fíkla. Ómar Óskarsson
mbl.is