Málið gegn Geir misheppnað

Landsdómur | 2. október 2012

Dómsmálið gegn Geir misheppnað

Tilraunir til þess að saka Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um glæpsamlegt athæfi er dæmi um það hvernig það eitrar pólitíska umræðu án þess að réttlætið nái fram að ganga að láta stjórnmálaleiðtoga bera lagalega ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sínum.

Dómsmálið gegn Geir misheppnað

Landsdómur | 2. október 2012

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og verjandi hans Andri Árnason …
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og verjandi hans Andri Árnason í Landsdómi fyrr á árinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tilraunir til þess að saka Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um glæpsamlegt athæfi er dæmi um það hvernig það eitrar pólitíska umræðu án þess að réttlætið nái fram að ganga að láta stjórnmálaleiðtoga bera lagalega ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sínum.

Tilraunir til þess að saka Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, um glæpsamlegt athæfi er dæmi um það hvernig það eitrar pólitíska umræðu án þess að réttlætið nái fram að ganga að láta stjórnmálaleiðtoga bera lagalega ábyrgð á pólitískum ákvörðunum sínum.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem undirbúið hefur verið fyrir laganefnd þingmannasamtaka Evrópuráðsins af hollenska þingmanninum Pieter Omtzigt.

Haft er eftir Omtzigt á heimasíðu Evrópuráðsins í dag að tilraunir íslenskra stjórnmálamanna til þess að saka Geir um glæpsamlega hegðun hefðu greinilega misheppnast og „skilið eftir sig óbragð“. Hann segir að Geir hafi verið tekinn fyrir og ofsóttur af pólitískum andstæðingum sínum og sakfelldur fyrir að hafa einungis fylgt fyrirkomulagi sem lengi hefði viðgengist.

„Enginn gat sagt mér hvað forsætisráðherrann hefði átt eða gat gert á umræddum tíma til þess að koma í veg fyrir bankahrunið,“ er haft eftir honum en hann var staddur hér á landi í maí síðastliðnum þar sem hann ræddi við málsaðila, þingmenn og lögfræðinga.

Stjórnmálamönnum sem tækju rangar ákvarðanir ætti að refsa í kosningum en ekki í dómstólum, segir Omtzigt ennfremur. Ákæra fyrir glæpsamleg athæfi ætti aðeins að koma til þegar stjórnmálamaður skaraði eld að eigin köku eða gengi viljandi á rétt annarra.

Þá lýsir hann efasemdum sínum um að Alþingi sé heppilegasta stofnunin til þess að hafa ákæruvaldið í slíkum málum og ennfremur hvort ákæran hefði verið í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Umfjöllun á heimasíðu Evrópuráðsins

Hollenski þingmaðurinn Pieter Omtzigt.
Hollenski þingmaðurinn Pieter Omtzigt. Wikipedia
mbl.is