Hugmyndir eru uppi um að stofna götublað, sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Það fengi svo að eiga andvirðið. Þetta segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, sem situr í stjórn Styrktarsjóðs SÁÁ.
Hugmyndir eru uppi um að stofna götublað, sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Það fengi svo að eiga andvirðið. Þetta segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, sem situr í stjórn Styrktarsjóðs SÁÁ.
Hugmyndir eru uppi um að stofna götublað, sem útigangsfólk fær í hendur til að selja. Það fengi svo að eiga andvirðið. Þetta segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, sem situr í stjórn Styrktarsjóðs SÁÁ.
Í viðtali á vefsíðu samtakanna segir Gunný blaðið sé hugsað til að bæta úr neyð meðal útigangsmanna. Hugmyndin er að leita samstarfs meðal fyrirtækja; stofna nýtt blað eða endurvekja Odd sterka á Skaganum og láta heita Harðjaxl.
Að stofni til er þetta sama módel og þekkt er frá Bretlandi, en þar er gefið út götublaðið Big Issue sem selst í um 300 þúsund eintökum í hverri viku. Það er skrifað af blaðamönnum en heimilislausir selja blaðið og fá að eiga andvirðið.