Hjálparsíminn og Konukot opin yfir hátíðarnar

Utangarðs á Íslandi | 22. desember 2012

Hjálparsíminn og Konukot opin yfir hátíðarnar

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn, allan ársins hring, og á það einnig við um hátíðisdagana. Þar eru veittar upplýsingar um samfélagsleg úrræði, matarúthlutanir, ókeypis hátíðarmálsverði og hvenær ýmis athvörf eru opin.

Hjálparsíminn og Konukot opin yfir hátíðarnar

Utangarðs á Íslandi | 22. desember 2012

mbl.is/Sigurgeir

Hjálp­arsími Rauða kross­ins 1717 er op­inn all­an sól­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring, og á það einnig við um hátíðis­dag­ana. Þar eru veitt­ar upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­leg úrræði, matar­út­hlut­an­ir, ókeyp­is hátíðar­máls­verði og hvenær ýmis at­hvörf eru opin.

Hjálp­arsími Rauða kross­ins 1717 er op­inn all­an sól­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring, og á það einnig við um hátíðis­dag­ana. Þar eru veitt­ar upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­leg úrræði, matar­út­hlut­an­ir, ókeyp­is hátíðar­máls­verði og hvenær ýmis at­hvörf eru opin.

Auk þess er hlut­verk Hjálp­arsím­ans að veita fólki stuðning til að mynda vegna þung­lynd­is, kvíða, fjár­mála­á­hyggja, van­líðunar eða ein­semd­ar. Í fyrra bár­ust sam­tals um 250 hring­ing­ar frá Þor­láks­messu fram á ann­an í jól­um, og tæp­lega 100 sím­töl bár­ust á gaml­árs- og ný­árs­dag.

„Þeir sem hringja eru afar þakk­lát­ir fyr­ir að geta rætt við ein­hvern um sín mál, því þessi tími árs reyn­ist mörg­um erfiður,“ seg­ir í frétt frá Rauða kross­in­um.

Konu­kot, at­hvarf Rauða kross­ins fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur á höfuðborg­ar­svæðinu, er opið all­an sól­ar­hring­inn frá Þor­láks­messu til fimmtu­dags­ins 27. des­em­ber. Dag­ana 27.-30. des­em­ber er opið á venju­leg­um tíma (lokað frá kl. 12.00-17.00), en svo opið all­an sól­ar­hring­inn á gaml­árs­dag og ný­árs­dag. Á aðfanga­dag er hátíðar­kvöld­verður, og gest­ir fá gjaf­ir frá velunn­ur­um Konu­kots þar sem gaml­ar hefðir eru hafðar í há­veg­um, því flík­ur, bæk­ur og kon­fekt leyn­ast í pökk­un­um. Þar leggj­ast því all­ir í hreina hvílu með góða bók að lesa.

mbl.is