Fleiri fíklar heimsækja Frú Ragnheiði

Utangarðs á Íslandi | 19. janúar 2013

Fleiri fíklar heimsækja Frú Ragnheiði

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, fékk alls 1.356 heimsóknir á árinu 2012. Þar af voru 56 að koma í fyrsta skipti. Flestir koma til að fá notuðum sprautunálum skipt út fyrir nýjar og hreinar. Verkefnið hefur nú verið starfrækt í tæp 3 ár og gengur vel.

Fleiri fíklar heimsækja Frú Ragnheiði

Utangarðs á Íslandi | 19. janúar 2013

Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði þar …
Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði þar sem er dreift sprautum, nálum og smokkum til fíkla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, fékk alls 1.356 heimsóknir á árinu 2012. Þar af voru 56 að koma í fyrsta skipti. Flestir koma til að fá notuðum sprautunálum skipt út fyrir nýjar og hreinar. Verkefnið hefur nú verið starfrækt í tæp 3 ár og gengur vel.

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, fékk alls 1.356 heimsóknir á árinu 2012. Þar af voru 56 að koma í fyrsta skipti. Flestir koma til að fá notuðum sprautunálum skipt út fyrir nýjar og hreinar. Verkefnið hefur nú verið starfrækt í tæp 3 ár og gengur vel.

Frú Ragnheiður sjálf er gamall, uppgerður sjúkrabíll þar sem hjúkrunarfræðingar og sjálfboðaliðar standa vaktina 5 sinnum í viku og taka á móti fólki úr jaðarhópum samfélagsins, t.d. útigangsfólki, heimilislausum og fíklum. 

Tifandi tímasprengja

Hugmyndin að verkefninu kviknaði árið 2008, en þá voru uppi áhyggjur í hópi heilbrigðisstétta um að einstaklingar sem noti sprautubúnað vegna fíknar væru tifandi tímasprengja vegna sjúkdóma sem smitast geta með samnýtingu á fíkla sprautum, s.s. HIV. Farið var af stað haustið 2009, í upphafi með hjólhýsi sem reyndist þó ekki vel og var því síðar skipt út fyrir gamlan sjúkrabíl sem gengur undir nafninu Frú Ragnheiður.

Heimsóknum hefur farið statt og stöðugt fjölgandi síðan. „Þetta var algjörlega ný nálgun á vímuefnavandann á Íslandi og leið til að bregðast við yfirvofandi faraldri, sem síðan varð raunin en við viljum meina að hefði orðið enn verri,” sagði dr. Helga Sif Friðjónsdóttir þegar hún fór yfir þróun og núverandi stöðu verkefnisins á vísindadegi geðhjúkrunar á föstudag.

Rífleg tvöföldun heimsókna

Verkefnið gekk brösuglega framan af að sögn Helgu, enda tók tíma að vinna traust skjólstæðingahópsins. Fyrsta árið hafi þeir sem heimsóttu Frú Ragnheiði ekki síst gert það fyrir forvitni sakir en haft varann á sér. „Þau voru mikið að tékka á okkur, hvort við værum komin til að ráðskast með þau og værum bara enn einn aðili til að segja þeim að fara í meðferð.”

Eftir að sjúkrabíllinn var tekinn í notkun 2011 hafa heimsóknirnar rokið upp. Það ár voru heimsóknirnar 843 talsins, en sem fyrr segir 1.356 árið 2012. Karlar komu 724 sinnum á síðasta ári en konur 627 sinnum. Frá upphafi, árið 2009, hafa heimsóknirnar verið 2.398 talsins og á bak við þær eru 262 einstaklingar. Flestir koma vegna nálaskiptiþjónustu sem fer fram í um 86% tilfella eða 2.057 sinnum.

Einstaklingurinn sé virtur

Verkefnið, sem er unnið í sjálfboðaliðastarfi, byggist á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Að sögn Helgu felst hún í viðurkenningu á þeim vanda að fólk stundi ýmsa áhættuhegðun, þar á meðal neyslu, sem geti haft skaðlegar afleiðingar. Þar sem ekki virki að banna athafnirnar beri okkur siðferðisleg skylda til að draga úr skaðseminni.

„Það er staðreynd að hluti samfélagsins notar vímuefni og lifir áhættusömu lífi. Okkar hlutverk er að hjálpa einstaklingnum og draga úr skaðanum bæði fyrir hann og samfélagið í heild.” Markmiðið með Frú Ragnheiði er að hjálpa fólki að halda lífi, viðhalda heilsu og jafnvel bæta heilsufar ef kostur er.

Helga bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi rannsakað skaðaminnkun í rúma þrjá áratugi og allar niðurstöður bendi til þess að það sé árangursríkt fyrir samfélög að innleiða heildstæða skaðaminnkun. Að sögn Helgu snýst nálaskiptiþjónustan sem dæmi ekki bara um að útdeila nýjum búnaði heldur einnig n.k. heilsueflingarsamtölum, þar sem rætt sé um hvernig hægt sé að sprauta sig með sem öruggustum hætti. Innan ramma verkefnisins hefur jafnframt verið gefinn út bæklingur með leiðbeiningum til sprautufíkla.

„Þetta snýst um að þú sért virtur sem einstaklingur og hafir einhverja stjórn í þínu lífi, jafnvel þótt það sé stjórnlaust.”

mbl.is