Icesave eykur vinsældir forsetans

Icesave | 11. febrúar 2013

Icesave eykur vinsældir forsetans

Í könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að ánægja með störf forsetans hefur aukist töluvert í kjölfar niðurstaða í Icesave málinu.

Icesave eykur vinsældir forsetans

Icesave | 11. febrúar 2013

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Í könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að ánægja með störf forsetans hefur aukist töluvert í kjölfar niðurstaða í Icesave málinu.

Í könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að ánægja með störf forsetans hefur aukist töluvert í kjölfar niðurstaða í Icesave málinu.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,6% ánægð með störf forsetans nú, borið saman við 49,0% í síðustu mælingu (framkvæmd á tímabilinu 15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 19,6% vera óánægð með störf forsetans nú, borið saman við 25,4% í janúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Unga fólkið ánægðast með forsetann

Ánægja með störf forsetans minnkar með hækkandi aldri. Þannig voru 54,6% þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar í elsta aldurshópnum (50-67 ára) ánægð með störf forsetans borið saman við 67,7% á aldrinum 30-49 ára og 66,6% á aldrinum 18-29 ára.

Af þeim sem tóku afstöðu og sögðust styðja ríkisstjórnina voru 31,2% ánægð með störf forsetans, borið saman við 79,1% þeirra sem kváðust ekki styðja ríkisstjórnina.

Framsóknarmenn hrifnastir af Ólafi Ragnari

Þegar ánægja með störf forsetans var skoðuðu út frá stuðningi við flokka kom í ljós að hlutfallslega flest þeirra sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn voru ánægð með störf forsetans. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn voru 91,8% ánægðir með störf forsetans. Hlutfallslega minnst ánægja var með störf forsetans á meðal þeirra sem styðja Vinstri græn. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Vinstri græn sögðust 27,0% ánægð með störf forsetans.

Könnun MMR

mbl.is