„Hún er sakleysisleg á svipinn og snævi þakin. Smá skýjahula á toppnum en það er enga breytingu að sjá í byggð,“ segir Anders Hansen sem rekur Heklusetrið á Leirubakka.
„Hún er sakleysisleg á svipinn og snævi þakin. Smá skýjahula á toppnum en það er enga breytingu að sjá í byggð,“ segir Anders Hansen sem rekur Heklusetrið á Leirubakka.
„Hún er sakleysisleg á svipinn og snævi þakin. Smá skýjahula á toppnum en það er enga breytingu að sjá í byggð,“ segir Anders Hansen sem rekur Heklusetrið á Leirubakka.
Anders segist engar hræringar hafa fundið í byggð og veit ekki til þess að göngufólk sé á fjallinu í dag, en eins og fram hefur komið lýstu ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli í morgun yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.
Mikill fjöldi fólks á fjallið
„Við höfum undanfarin misseri hvatt fólk sem fer upp til að skrá sig og gefa upp símanúmer, en það hefur enginn farið mér vitanlega hér í morgun. Þannig að það ætti ekki að vera vandamál,“ segir Anders.
Þótt Hekla hafi um nokkur skeið verið talin tilbúin að gjósa að mati jarðfræðinga og mælitæki sýni umbrot sem líklega séu hraun á hreyfingu þá hefur ekki dregið úr því að fjallgöngufólk haldi á tindinn.
„Það hefur undanfarin ár verið mjög mikill fjöldi fólks sem gengur á fjallið og margir láta þetta ekki stoppa sig. Sumum finnst það jafnvel meira spennandi, tilhugsunin um að fjallið farið að gjósa fljótlega.“
Gæti þurft að forða búpeningi
Þótt óvissustigi hafi verið lýst yfir þarf það alls ekki að þýða að úr verði gos. Ef svo verður fer það svo eftir eðli gossins hvort íbúar í kring þurfa að grípa til ráðstafanna. Flest öll Heklugos á sögulegum tíma hafa verið blandgos þar sem gosefnin eru bæði hraun og gjóska.
„Það er nú afar ólíklegt, nema það verði því meira öskufall. Hér á Leirubakka er eins og annars staðar búpeningur sem þarf þá að huga að, hross og sauðfé. Við sjáum hvað setur, það er ekkert farið af stað ennþá.“
Mesta hættuástandið í Þrengslunum
Sjá má í hendi sér að verði eldgos í Heklu nú gæti orðið stríður straumur fólks austur fyrir fjall, enda páskahelgin framundan og veðurspáin góð. Í Heklu hafa áður orðið það sem kalla má túristagos, en það getur þó verið allur gangur á því enda ræður enginn við náttúruna.
„Það gæti orðið gríðarleg umferð, en menn mega nú kannski minnast þess að aðalvandamálið í síðasta Heklugosi árið 2000 var þegar þúsundir manna sátu fastar í Þrengslunum eftir að hafa farið í bíltúr austur að Heklu,“ segir Anders. „Það var mesta hættuástandið í því gosi.“