Gosling í vinnuferð á Íslandi

Ryan Gosling | 3. júlí 2013

Gosling í vinnuferð á Íslandi

Stórleikarinn Ryan Gosling kom til landsins í morgun ástsjúkum aðdáendum til óbærilegrar ánægju. Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi og einn eigenda Zik Zak var meðframleiðandi að myndinni Only God Forgives sem skartaði Gosling í aðalhlutverki.

Gosling í vinnuferð á Íslandi

Ryan Gosling | 3. júlí 2013

Stórleikarinn Ryan Gosling kom til landsins í morgun ástsjúkum aðdáendum til óbærilegrar ánægju. Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi og einn eigenda Zik Zak var meðframleiðandi að myndinni Only God Forgives sem skartaði Gosling í aðalhlutverki.

Stórleikarinn Ryan Gosling kom til landsins í morgun ástsjúkum aðdáendum til óbærilegrar ánægju. Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi og einn eigenda Zik Zak var meðframleiðandi að myndinni Only God Forgives sem skartaði Gosling í aðalhlutverki.

„Ég geri ráð fyrir að hann sé hér í klippi-erindum. Ég held að hann sé hérna út af því að hann er að leikstýra mynd sem heitir How to Catch a Monster sem Valdís Óskarsdóttir er að klippa,“ segir Þórir Snær.

How to Catch a Monster mun vera leikstjórnarleg frumraun Goslings. Í lýsingu IMDB segir að myndin fjalli um einstæða móður sem er rifin inn í myrka undirheima á meðan unglingssonur hennar uppgötvar veg sem leiðir hann að leyndri borg neðansjávar.

Þórir segir að þeir Gosling séu ekki í miklu sambandi en séu ágætis kunningjar. Þórir segist hafa vitað af komu stórleikarans og muni hugsanlega taka það að sér að sýna honum Reykjavík og nágrenni. „Ætli ég láti hann ekki vita að ég sé á svæðinu, hann heldur náttúrulega að ég eigi heima í Kaupmannahöfn svo ég þarf að fara að senda honum tölvupóst.“ 

Þórir kveðst ekki vita hve lengi Gosling hyggst dvelja á landinu en segir þó að kappinn muni mæta á blaðamannafund fyrir Only God Forgives í New York 16. júlí.

Gosling mætti með þrjár ferðatöskur til landsins að sögn sjónarvotta svo það er aldrei að vita nema aðdáendur hafi tvær vikur til að finna Gosling.

Frétt mbl.is: Ryan Gosling á Íslandi

mbl.is