„Hugmyndin er að þetta eigi að vera besti vinnustaður í heimi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, en mikið er gert úr því að lífga upp á starfsumhverfið í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Meðal annars geta starfsmenn farið í borðtennis, spilað ballskák og tölvuleiki í sérhönnuðu tölvuleikjahorni. Þá eru hnyttnar setningar hingað og þangað um fyrirtækið og reynt að halda í hugmyndina um að fyrirtækið sé stærsti skemmtistaður í heimi. Mbl.is kíkti í heimsókn og fékk að líta á aðstöðuna.
„Hugmyndin er að þetta eigi að vera besti vinnustaður í heimi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, en mikið er gert úr því að lífga upp á starfsumhverfið í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Meðal annars geta starfsmenn farið í borðtennis, spilað ballskák og tölvuleiki í sérhönnuðu tölvuleikjahorni. Þá eru hnyttnar setningar hingað og þangað um fyrirtækið og reynt að halda í hugmyndina um að fyrirtækið sé stærsti skemmtistaður í heimi. Mbl.is kíkti í heimsókn og fékk að líta á aðstöðuna.
„Hugmyndin er að þetta eigi að vera besti vinnustaður í heimi,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, en mikið er gert úr því að lífga upp á starfsumhverfið í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Lágmúla. Meðal annars geta starfsmenn farið í borðtennis, spilað ballskák og tölvuleiki í sérhönnuðu tölvuleikjahorni. Þá eru hnyttnar setningar hingað og þangað um fyrirtækið og reynt að halda í hugmyndina um að fyrirtækið sé stærsti skemmtistaður í heimi. Mbl.is kíkti í heimsókn og fékk að líta á aðstöðuna.
Litir á gólfi og veggjum vinnustaðarins minna um margt á dimmtónaða skemmtistaði, en auk þess eru diskókúlur á nokkrum stöðum sem ýta undir skemmtistaðahugmyndina. Liv segir að fyrir nokkrum mánuðum hafi verið farið í allsherjar breytingu á vinnuaðstöðunni, en þá hafði fyrirtækið verið starfandi í um 5 ár og segir hún að kominn hafi verið tími á smá upplyftingu. Töluvert hefur fjölgað hjá fyrirtækinu á þessum árum, en í dag vinna um 100 manns hjá Nova.
Meðal annars voru sett upp ýmiskonar tæki til að stuðla að hreyfingu starfsmanna, svo sem róla, hringir og hangandi bauja sem hægt er að sveifla sér í. Þá sé ætlunin að koma fyrir upphífingarslá. Liv segir að þetta sé nauðsynlegt fyrir starfsmenn sem vinni við tölvur allan daginn og að mikil ánægja sé með þessa breytingu.
Áður en farið var í breytingarnar var komið upp Innlit/útlit-nefnd meðal starfsmanna sem punktuðu niður hluti sem þeir vildu sjá í breytingunum. Það hafi leitt af sér margar breytingar sem starfsmenn sjálfir vildu sjá og meðal annars var sérstakri lýsingu komið upp að ósk tölvudeildarinnar.
Flest herbergi í húsinu eru merkt eftir þekktum skemmtistöðum og má meðal annars finna Hollywood, Klúbbinn og Casablanca. Þá eru mörg fundarherbergin með ákveðnum stíl og meðal annars er að finna legokubbavegg í einu herberginu og tuskubrúður í öðru.
Á næstu dögum mun mbl.is skoða fleiri vinnustaði og kíkja á starfsumhverfi innanhúss hjá nokkrum fyrirtækjum.