Síðasta flugferðin endaði á J&L

Heimsóknir í fyrirtæki | 28. júlí 2013

Síðasta flugferðin endaði á J&L

Á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks við Laugaveg er margt gert til að lífga upp á skrifstofuhúsnæðið. Meðal annars er búið að byggja þar hús og garð, auk þess sem allskonar hönnun er víða. Þá er uppstoppaður hrafn á miðri skrifstofunni sem fylgist náið með öllu starfinu, en hann skilaði sér sjálfur til stofunnar og ætlaði sér greinilega að enda sem stofustáss. Mbl.is ákvað að kíkja í heimsókn og sjá hvernig aðstaða starfsmanna og umgjörð hjá fyrirtækinu er.

Síðasta flugferðin endaði á J&L

Heimsóknir í fyrirtæki | 28. júlí 2013

Á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks við Laugaveg er margt gert til að lífga upp á skrifstofuhúsnæðið. Meðal annars er búið að byggja þar hús og garð, auk þess sem allskonar hönnun er víða. Þá er uppstoppaður hrafn á miðri skrifstofunni sem fylgist náið með öllu starfinu, en hann skilaði sér sjálfur til stofunnar og ætlaði sér greinilega að enda sem stofustáss. Mbl.is ákvað að kíkja í heimsókn og sjá hvernig aðstaða starfsmanna og umgjörð hjá fyrirtækinu er.

Á auglýsingastofunni Jónsson & Le'macks við Laugaveg er margt gert til að lífga upp á skrifstofuhúsnæðið. Meðal annars er búið að byggja þar hús og garð, auk þess sem allskonar hönnun er víða. Þá er uppstoppaður hrafn á miðri skrifstofunni sem fylgist náið með öllu starfinu, en hann skilaði sér sjálfur til stofunnar og ætlaði sér greinilega að enda sem stofustáss. Mbl.is ákvað að kíkja í heimsókn og sjá hvernig aðstaða starfsmanna og umgjörð hjá fyrirtækinu er.

Þegar komið er inn tekur stór hilla með hinum ýmsu hlutum á móti manni. Þar má meðal annars finna antík Apple-tölvu, risastóran legokall og þá Lúðra sem fyrirtækið hefur unnið á síðustu árum, en það eru íslensku markaðsverðlaunin.

Stuttu innar tekur svo við manni hús sem hefur verið byggt inni á skrifstofunni og garður þar í kring. Kristín Ásta, skrifstofustjóri, útskýrir þessa hugmynd þannig að þegar stofan hafi flutt af Vesturgötunni hafi þau viljað hafa eitthvað sem minnti á þann stað og því hafi húsið verið reist í stíl við Naustið. 

Eins og sannri auglýsingastofu sæmir er töluvert um nýstárlega hönnun og listaverk á stofunni, en starfsmenn hafa svo um nokkra staði að velja sem kaffihol og fundaraðstöðu.

Á miðri skrifstofunni gnæfir hrafn einn yfir starfsfólkinu, en hann var uppstoppaður fyrir nokkrum árum. Hann endaði lífdaga sína með því að klessa fast á glugga byggingarinnar og láta lífið á tröppum fyrirtækisins. Ákveðið var að heiðra fuglinn sem svo greinilega vildi enda lífdaga sína við Laugaveginn með því að láta hann hafa yfirsýn yfir bæði skrifstofuna og út um gluggann, niður á Laugaveginn.

Á efri hæðinni er svo ljósmynda- og klippiaðstaða. Meðal annars er boðið upp á örlítinn kvikmyndasal þar sem hægt er að horfa á nýjustu afurðirnar.

Á næstu dögum mun mbl.is skoða fleiri vinnustaði og kíkja á starfsumhverfi innanhúss hjá nokkrum fyrirtækjum.

mbl.is