Spaghetti carbonara

Hvað er í matinn í kvöld? | 6. ágúst 2013

Spaghetti carbonara

Það er fátt ljúffengara en almennilegt spaghettí carbonara. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt fékk vinkonu sína, Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, til að vera gestabloggari hjá sér og kemur þessi carbonara-uppskrift frá henni. Allar heimsins Smartlöndur sjá að þetta er eitthvað sem vert er að prófa. 

Spaghetti carbonara

Hvað er í matinn í kvöld? | 6. ágúst 2013

Spaghettí carbonara.
Spaghettí carbonara. Ljósmynd/Gulur, rauður, grænn og salt

Það er fátt ljúffengara en almennilegt spaghettí carbonara. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt fékk vinkonu sína, Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, til að vera gestabloggari hjá sér og kemur þessi carbonara-uppskrift frá henni. Allar heimsins Smartlöndur sjá að þetta er eitthvað sem vert er að prófa. 

Það er fátt ljúffengara en almennilegt spaghettí carbonara. Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt fékk vinkonu sína, Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, til að vera gestabloggari hjá sér og kemur þessi carbonara-uppskrift frá henni. Allar heimsins Smartlöndur sjá að þetta er eitthvað sem vert er að prófa. 

Spaghetti carbonara

1 laukur
2 hvítlauksrif
Dass af hvítvíni (ef vill)
2 pakkar beikon
100 gr parmesan
3 egg
1 dós sýrður rjómi (18%) (flestar íslenskar uppskriftir hafa matreiðslurjóma en sýrður rjómi finnst mér nær því að vera créme fraiche eins og þeir notuðu í París)
Múskat (ef vill)

Aðferð:

  1. Steikið lauk og hvítlauk á pönnu, leyfið að malla í hvítvíni í smá stund. Steikið svo beikonið á pönnunni.
  2. Sjóðið pasta.
  3. Hrærið egg, sýrðan rjóma og parmesan saman í skál og bætið við pipar og kannski smá múskat, salt ef menn vilja (beikonið er oft nægilega salt). Hellið svo eggjahrærunni út á pönnuna og hitið í stutta stund (passa að sjóði ekki á þessu).
  4. Hellið öllu mixinu yfir pastað og voilá!
mbl.is