Ragnar Freyr Ingvarsson læknir í Svíþjóð grillaði kjúklingabita með rósmarín í Toskana á Ítalíu á dögunum.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir í Svíþjóð grillaði kjúklingabita með rósmarín í Toskana á Ítalíu á dögunum.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir í Svíþjóð grillaði kjúklingabita með rósmarín í Toskana á Ítalíu á dögunum.
„Við komum frá Íslandi í júlílok og pökkuðum í bílinn og lögðum land undir fót og ókum sem leið lá til Ítalíu. Nánar tiltekið til Toskana - þar sem við höfðum leigt hús á lítilli vínekru - Castello di Starda. Upp á lítilli hæð stendur kastali frá því 1100 sem áður hýsti fangelsi. Þarna hefur verið vínrækt í mörg hundruð ár. Þarna er framleitt Chianti Classico úr mestmegnis Sangiovese þrúgum. Frábær vín,“ segir Ragnar Freyr á bloggsíðu sinni, Læknirinn í eldhúsinu.
„Við lögðum af stað með fjölskylduna frá Lundi á miðvikudegi. Gistum á prýðisgóðu gistiheimili - Fritz's Goldener Stern í Breitenbach. Þar var kantarelluþema á veitingastaðnum mér til mikillar ánægju. Pantaði mér snitsel með steiktum kantarellum, lauk og beikoni. Daginn eftir keyrðum við í gegnum Alpana og gistum á pensionati - Haus Alpenflora í litlum bæ, Flirsch, sem er rétt hjá St. Anton sem margir skíðamenn þekkja vel. Þaðan keyrðum við til Flórens - þar sem við hittum Tomma og Önnu Margréti og frábæru strákana þeirra - Sólvin og Marínó, eineggja tvíbura sem plata mig í sífellu! Hvor er hvor? Við röltum um Flórens og skoðuðum dómkirkjuna og svæðin í kringum hana. Daginn eftir komum við til Castello di Starda þar sem vörðum viku í fallegri rústik íbúð.“
Meðfram húsinu sem Ragnar Freyr dvaldi í voru kryddjurtir í tonnatali. „Meðfram veginum upp að húsinu okkar var mikið af ferskum kryddjurtum. Ég fann bæði timian, myntu, salvíu, rósmarín og lárviðarlauf.“
Ragnar ákvað að grilla kjúklingabringur. „Ég hafði sótt löng spjót (greinar) af rósmaríni sem ég tálgaði aðeins og stakk síðan í gegnum kjúklingabringurnar. Nuddaði síðan með jómfrúarolíu, saltaði og pipraði og lét standa í ísskápnum í þrjú kortér með haug af söxuðum hvítlauksrifjum. Kjúklingurinn heppnaðist fullkomlega. Rósmarínkeimurinn smitaðist í hvern bita!“
HÉR er hægt að sjá nákvæmlega hvernig Ragnar Freyr bar sig að.