Veruleikinn á bakvið sýndarveruleikann

Heimsóknir í fyrirtæki | 12. ágúst 2013

Veruleikinn á bakvið sýndarveruleikann

Þegar gengið er um höfuðstöðvar CCP hugsaði blaðamaður að svona hefði hann sjálfur séð hinn fullkomna vinnustað fyrir sér í kringum sjö ára aldurinn. Fyrir utan að búa yfir fullkomnum tölvubúnaði, sem er mjög mikilvægur fyrir fyrirtæki eins og CCP, þá eru leikföng út um allt, hvert teymi hefur töff nafn, það má finna spilakassa í leikherberginu, gosdrykkir eru um allt hús og eðlilegt þykir ef starfsmenn grípa í tölvuleiki milli vinnutarna. Þá eru alvöru sverð upp á veggjum og fyrirtækið er mjög duglegt að skipuleggja skemmtanir fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.

Veruleikinn á bakvið sýndarveruleikann

Heimsóknir í fyrirtæki | 12. ágúst 2013

Þegar gengið er um höfuðstöðvar CCP hugsaði blaðamaður að svona hefði hann sjálfur séð hinn fullkomna vinnustað fyrir sér í kringum sjö ára aldurinn. Fyrir utan að búa yfir fullkomnum tölvubúnaði, sem er mjög mikilvægur fyrir fyrirtæki eins og CCP, þá eru leikföng út um allt, hvert teymi hefur töff nafn, það má finna spilakassa í leikherberginu, gosdrykkir eru um allt hús og eðlilegt þykir ef starfsmenn grípa í tölvuleiki milli vinnutarna. Þá eru alvöru sverð upp á veggjum og fyrirtækið er mjög duglegt að skipuleggja skemmtanir fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.

Þegar gengið er um höfuðstöðvar CCP hugsaði blaðamaður að svona hefði hann sjálfur séð hinn fullkomna vinnustað fyrir sér í kringum sjö ára aldurinn. Fyrir utan að búa yfir fullkomnum tölvubúnaði, sem er mjög mikilvægur fyrir fyrirtæki eins og CCP, þá eru leikföng út um allt, hvert teymi hefur töff nafn, það má finna spilakassa í leikherberginu, gosdrykkir eru um allt hús og eðlilegt þykir ef starfsmenn grípa í tölvuleiki milli vinnutarna. Þá eru alvöru sverð upp á veggjum og fyrirtækið er mjög duglegt að skipuleggja skemmtanir fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.

„Vinna vel og leika sér“

Þrátt fyrir að lýsingin á höfuðstöðvunum hljómi nánast eins og lýsing á leikvelli eða skemmtistað, þá segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að miklar kröfur séu gerðar til starfsfólks. Það sé þó talið eðlilegt að gera vel við starfsmenn fyrir vel unnin störfog bjóða upp á góða starfsaðstöðu. Segir hann að lýsa megi þessu með orðunum „vinna vel og leika sér“ (e. work hard, play hard).

Fjölskylduvænn staður

Vinnustaðurinn er þó einnig rómaður fyrir að vera mjög fjölskylduvænn og þegar blaðamaður kíkti við í heimsókn voru nokkrir tugir barna á staðnum, en fjölmörg tækifæri eru fyrir þau til að skemmta og leika sér þar. 

Þá býður fyrirtækið starfsmönnum upp morgun-, og hádegismat gegn vægu gjaldi. Eldar segir einnig að margir nýti sér að boðið er upp á kvöldverð tvisvar í viku, þar sem börn og makar eru velkomnir, til að sleppa við að elda heima hjá sér.

Losna við íslenskt dægurþras

Í höfuðstöðvunum hér á landi eru um 40% starfsmanna erlendir, en Eldar segir það mjög jákvætt. Þannig mæti fólk til vinnu á morgnana þar sem það starfar með fólki með fjölbreyttan bakgrunn og talar ensku allan daginn, enda sé enska opinbert mál fyrirtækisins á öllum skrifstofum þessEinn fylgifiskur þess er að fólk dettur svolítið út úr dægurþrasi íslensks samfélags og það sé svo ekki fyrr en þegar kveikt sé á kvöldfréttunum að menn ranki aftur við sér í íslenskum raunveruleika, sem stundum getur verið ágætt.

Á meðfylgjandi myndum má sjá margt af því sem skipar CCP í röð með áhugaverðari vinnustöðum landsins, en þar er meðal annars stærsta heita sjávarfiskabúr landsins og vinnuaðstöðu fólks sem sér um að skapa sýndarveruleika fyrir spilara allsstaðar um heiminn.

mbl.is