Keppnir, íþróttir og heilsurækt

Heimsóknir í fyrirtæki | 21. ágúst 2013

Keppnir, íþróttir og heilsurækt

Það þarf ekki að vera lengi innandyra hjá fyrirtækinu Marel til að finna að þar er lögð rík áhersla á íþróttir og heilsurækt og að keppnisskapið virðist allsráðandi hjá starfsfólkinu. Blaðamaður mbl.is fékk að líta í heimsókn, en Valentina Nancy Griffin í upplýsingatæknideild, Helgi Guðjónsson í framleiðslustýringu og Ylfa Edith Jakobsdóttir Mannauðsstjóri leiddu hann um húsið. Komst hann meðal annars að því að tveir skvasssalir eru hjá fyrirtækinu, lyftingasalur, bootcamp-aðstaða og ef setja á eitthvað á oddinn, þá er bara búin til keppni í kringum það og allir taka þátt í henni, jafnvel súpukeppni. 

Keppnir, íþróttir og heilsurækt

Heimsóknir í fyrirtæki | 21. ágúst 2013

Það þarf ekki að vera lengi innandyra hjá fyrirtækinu Marel til að finna að þar er lögð rík áhersla á íþróttir og heilsurækt og að keppnisskapið virðist allsráðandi hjá starfsfólkinu. Blaðamaður mbl.is fékk að líta í heimsókn, en Valentina Nancy Griffin í upplýsingatæknideild, Helgi Guðjónsson í framleiðslustýringu og Ylfa Edith Jakobsdóttir Mannauðsstjóri leiddu hann um húsið. Komst hann meðal annars að því að tveir skvasssalir eru hjá fyrirtækinu, lyftingasalur, bootcamp-aðstaða og ef setja á eitthvað á oddinn, þá er bara búin til keppni í kringum það og allir taka þátt í henni, jafnvel súpukeppni. 

Það þarf ekki að vera lengi innandyra hjá fyrirtækinu Marel til að finna að þar er lögð rík áhersla á íþróttir og heilsurækt og að keppnisskapið virðist allsráðandi hjá starfsfólkinu. Blaðamaður mbl.is fékk að líta í heimsókn, en Valentina Nancy Griffin í upplýsingatæknideild, Helgi Guðjónsson í framleiðslustýringu og Ylfa Edith Jakobsdóttir Mannauðsstjóri leiddu hann um húsið. Komst hann meðal annars að því að tveir skvasssalir eru hjá fyrirtækinu, lyftingasalur, bootcamp-aðstaða og ef setja á eitthvað á oddinn, þá er bara búin til keppni í kringum það og allir taka þátt í henni, jafnvel súpukeppni. 

Hjá Marel starfa fjögur þúsund manns, en þar af fimm hundruð hér á landi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ. Ylfa segir að unnið sé hjá fyrirtækinu frá sex á morgnana til tólf á miðnætti. Það sé þó aðallega hjá framleiðslunni, þar sem unnið er á vöktum, þar sem vinnutíminn geti verið svo langur.

Skrifstofufólk er almennt innan ákveðins ramma, að sögn Ylfu, en þó er vinnutíminn nokkuð sveigjanlegur og segir hún að fólki sé treyst til að vinna sína vinnu og ef það vilji fara í klukkustund í ræktina, þá skrái það sig út á meðan og svo aftur inn þegar það hefur vinnu að nýju.

Bootcamp og jóga á vinnutíma

Það er ekki að ástæðulausu að hún tekur dæmi um hlé vegna líkamsræktar, því blaðamaður fékk það á tilfinninguna að hreyfing og líkamsrækt væri óvíða jafnalmenn og einmitt innan þessa fyrirtækis.

Fyrir utan þá aðstöðu sem nefnd er hér að ofan eru í boði tímar í bootcamp og jóga, en slíkt fyrirkomulag hefur verið við lýði síðustu sex árin. Ylfa segir að fjölmargir nýti sér það, en einnig sé lyftingasalurinn og skvass vinsælt. Þá eru starfsmenn duglegir utan vinnutímans og eru meðal annars í golf-, hjóla- og gönguhópum.

Keppnisskapið virkjað

Ylfa segir að þessi hreyfingarárátta hafi leitt til þess að mikið keppnisskap sé meðal starfsfólksins og því þurfi bara að henda á keppni til þess að virkja mannskapinn í alls konar verkefni. Nefnir hún að meðal annars hafi náðst þónokkur þátttaka í súpukeppni.

Í lok september á hverju ári er svo haldin keppnin Tour de Marel, en það er átak samtímis í flestum starfsstöðvum fyrirtækisins þar sem stafsmenn á hverjum stað taka þátt í íþróttatengdum viðburðum og safna áheitum fyrir gott málefni. Í fyrra var áherslan hjá íslensku starfsstöðinni á hjólreiðar, hlaup, göngu og golf, en þá söfnuðust um 2 milljónir. Í ár verður fótboltinn þó í aðalhlutverki með áherslu á búninga og mútur til dómara.

mbl.is