Útigangsmenn kveðja Farsótt

Utangarðs á Íslandi | 17. október 2013

Útigangsmenn kveðja Farsótt

Að meðaltali 1-2 útigangsmönnum hefur í ár verið vísað á hverri nóttu frá Farsóttarhúsinu, gistiskýlinu í Þingholtsstræti. Í vor verður starfsemin flutt í stærra hús að Lindargötu, þar sem leysa má vandann með því að bæta dýnum á gólfið þegar á þarf að halda.

Útigangsmenn kveðja Farsótt

Utangarðs á Íslandi | 17. október 2013

Farsótt er reisulegt 128 ára gamalt hús sem setur svip …
Farsótt er reisulegt 128 ára gamalt hús sem setur svip sinn á Þingholtin. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Að meðaltali 1-2 útigangs­mönn­um hef­ur í ár verið vísað á hverri nóttu frá Far­sótt­ar­hús­inu, gisti­skýl­inu í Þing­holts­stræti. Í vor verður starf­sem­in flutt í stærra hús að Lind­ar­götu, þar sem leysa má vand­ann með því að bæta dýn­um á gólfið þegar á þarf að halda.

Að meðaltali 1-2 útigangs­mönn­um hef­ur í ár verið vísað á hverri nóttu frá Far­sótt­ar­hús­inu, gisti­skýl­inu í Þing­holts­stræti. Í vor verður starf­sem­in flutt í stærra hús að Lind­ar­götu, þar sem leysa má vand­ann með því að bæta dýn­um á gólfið þegar á þarf að halda.

Ekki hef­ur verið ákveðið hvernig hið sögu­fræga Far­sótt­ar­hús verður nýtt. Húsið, sem er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, er tæp­lega 140 ára gam­alt og því friðað, en þó ekki friðlýst.

Nafnið upp­runnið á 3. ára­tugn­um

Timb­ur­húsið þrílyfta að Þing­holts­stræti 25 var reist af Sjúkra­hús­fé­lagi Reykja­vík­ur, á ár­un­um 1884-1885, og var eina sjúkra­hús Reykja­vík­ur þar til Landa­kots­spít­ali tók til starfa árið 1902.

Bæj­ar­stjórn Reykja­vík­ur fékk húsið að gjöf frá Sjúkra­hús­fé­lag­inu árið 1912, með því skil­yrði að stofnaður yrði „Sjúkra­hús­sjóður Reykja­vík­ur­bæj­ar“ sem gera skyldi bæði rík­um og fá­tæk­um sem þyrftu á sjúkra­hús­vist að halda jafnt und­ir höfði.

Um tíma voru leigu­íbúðir í hús­inu en árið 1917 lagði héraðslækn­ir Reykja­vík­ur til að það yrði gera að far­sótt­ar­sjúkra­húsi og tók það til starfa í sept­em­ber 1920. Tauga­veiki, skarlats­sótt og barna­veiki gengu þá um Reykja­vík og til að hefta út­breiðslu þeirra varð að ein­angra sjúk­ling­ana.

All­ar göt­ur síðan hef­ur húsið gengið und­ir nafn­inu Far­sótt, þótt starf­semi sjálfs far­sótt­ar­sjúkra­húss­ins hafi lokið þar árið 1956. Næsta ára­tug­inn voru þar aðallega vistaðir áfeng­is- og tauga­sjúk­ling­ar svo kallaðir en í 44 ár eða frá 1969 hef­ur húsið verið notað sem gisti­skýli fyr­ir heim­il­is- og vega­lausa.

Eld­hætta tak­markaði starf­sem­ina

Í Far­sótt­ar­hús­inu eru aðeins 20 rúm í hús­inu og vegna eld­varnarör­ygg­is hef­ur ekki verið heim­ilt að bregðast við með því að bæta við rúm­um þegar ásókn er mik­il, eins og verið hef­ur síðustu mánuði.

Í ár hafa fleiri sótt í gisti­skýlið en nokkru sinni fyrr og nýt­ing­in verið um 97%. Að meðaltali hef­ur þurft að vísa 1-2 frá á nóttu, en allt að 7 þegar verst læt­ur. Færst hef­ur í vöxt að heim­il­is­laus­ir óski eft­ir næt­urg­ist­ingu í fanga­klef­um lög­reglu og má ætla að þar séu stund­um á ferðinni menn sem ekki fengu inni í Far­sótt, þótt það sé ekki vitað fyr­ir víst þar sem óheim­ilt er að bera sam­an kenni­töl­urn­ar.

Far­sótt er því sprung­in sem gisti­skýli, en úr þessu verður bætt í vor þegar starf­sem­in flyt­ur í nýtt hús­næði að Lind­ar­götu 48 eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag.

Hægt verður að bæta við dýn­um eft­ir þörf­um

Starf­sem­inni verður ekki breytt við flutn­ing­inn á Lind­ar­götu, en aðstaðan batn­ar. „Þar verður meira pláss, en það er ekki búið að taka neina ákvörðun um fjölg­un rúma,“ seg­ir Sig­trygg­ur Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri þjón­ustumiðstöðvar Miðborg­ar- og Hlíða.

„Miðað við reynslu okk­ar á ár­inu þarf ekki endi­lega að fjölga rúm­um, en það þarf að mæta því þegar það er meiri ásókn held­ur en 20 manns sum kvöld­in. Þannig að það var tek­in sú ákvörðun að finna hús­næði þar sem mögu­legt er að leggja dýn­ur á gólf, svo ekki verður leng­ur vísað frá.“

Aðspurður hvað valdi þess­ari auknu ásókn seg­ir Sig­trygg­ur að það sé nokkuð sveiflu­kennt hvernig hóp­ur­inn er sam­an sett­ur. „Við get­um tengt það auknu at­vinnu­leysi og þá sér­stak­lega í hópi út­lend­inga. Það hef­ur fjölgað í hópi út­lend­inga, en þeir eru all­ir með ís­lenska kenni­tölu og lög­heim­ili í Reykja­vík.“

Í lok sept­em­ber voru út­lend­ing­ar um þriðjung­ur hóps­ins sem leitaði næt­urg­ist­ing­ar í Far­sótt, en Sig­trygg­ur seg­ir að í októ­ber hafi það ein­hverra hluta vegna breyst. „Ein­hverj­ir hafa kannski farið í meðferð, ein­hverj­ir fengið hús­næði eða jafn­vel flutt úr landi. Þannig að það hef­ur fækkað í þess­um hópi núna, en hvað það end­ist lengi get­um við ekki sagt til um.“

Enn má sjá flísagólfið þar sem áður stóð líkskurðarhús í …
Enn má sjá flí­sagólfið þar sem áður stóð líksk­urðar­hús í bak­g­arði gamla spít­al­ans við Þing­holts­stræti. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
Gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn verður í vor flutt í þetta …
Gisti­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa karl­menn verður í vor flutt í þetta hús að Lind­ar­götu 48. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Á suðurhlið Farsóttarhússins eru dyr með tvöfaldri hurð. Ekki er …
Á suður­hlið Far­sótt­ar­húss­ins eru dyr með tvö­faldri hurð. Ekki er vitað hvort sú hurð er upp­haf­leg. Sverr­ir Vil­helms­son
Útigangsfólk á Austurvelli.
Útigangs­fólk á Aust­ur­velli. mbl.is/​Jakob Fann­ar
mbl.is