Frjósamasta fyrirtæki landsins

Heimsóknir í fyrirtæki | 20. október 2013

Frjósamasta fyrirtæki landsins

Hjá Vodafone er mikið gert úr því að efla starfsandann og meðal annars sjá ákveðin svið innan fyrirtækisins reglulega um þema í kringum hádegismatinn. Þá er sérstakt kaffihús fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn og öll fundarherbergi eru nefnd eftir gömlum átta bita tölvuleikjum. Þetta er meðal þess sem blaðamaður komst að þegar hann kíkti í heimsókn í höfuðstöðvar fjarskiptafyrirtækisins í Skútuvogi, sem jafnvel mætti kalla frjósamasta fyrirtæki landsins.

Frjósamasta fyrirtæki landsins

Heimsóknir í fyrirtæki | 20. október 2013

Hjá Vodafone er mikið gert úr því að efla starfsandann og meðal annars sjá ákveðin svið innan fyrirtækisins reglulega um þema í kringum hádegismatinn. Þá er sérstakt kaffihús fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn og öll fundarherbergi eru nefnd eftir gömlum átta bita tölvuleikjum. Þetta er meðal þess sem blaðamaður komst að þegar hann kíkti í heimsókn í höfuðstöðvar fjarskiptafyrirtækisins í Skútuvogi, sem jafnvel mætti kalla frjósamasta fyrirtæki landsins.

Hjá Vodafone er mikið gert úr því að efla starfsandann og meðal annars sjá ákveðin svið innan fyrirtækisins reglulega um þema í kringum hádegismatinn. Þá er sérstakt kaffihús fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn og öll fundarherbergi eru nefnd eftir gömlum átta bita tölvuleikjum. Þetta er meðal þess sem blaðamaður komst að þegar hann kíkti í heimsókn í höfuðstöðvar fjarskiptafyrirtækisins í Skútuvogi, sem jafnvel mætti kalla frjósamasta fyrirtæki landsins.

Þegar komið er inn í söludeildina á fyrstu hæð blasir við manni kaffihúsið, en búið er að hanna huggulegt kaffihorn fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn þar sem nýgert kaffi er í boði. Helen Breiðfjörð, starfsmannastjóri, segir að þarna sé hvað algengast að sjá fólk hittast, enda laði kaffið mikið.

Hávært og havarí

Unnið er í opnum rýmum í fyrirtækinu að mestu leyti, en einnig eru fundarherbergi sem starfsmenn hafa aðgang að. Aðspurð hvort það skapi ekki stundum vandræði að hafa svona marga starfsmenn í tveimur stórum opnum rýmum segir Helen að almennt gangi þetta mjög vel upp. Reyndar viðurkennir hún að stundum geti orðið „hávært og havarí“ í þjónustuverinu þegar mikið er að gera þar. Almennt sé fólk þó ánægt með að opið sé á milli, enda skili það sér í auknum samskiptum, bæði milli starfsmanna og deilda og þá sé þetta hluti af menningu fyrirtækisins.

Í heildina vinna tæplega 400 manns hjá Vodafone og segir Helen að mikið sé gert úr því að reyna að hrista hópinn saman. Það sé meðal annars gert með árlegum kvenna- og karlakvöldum, bíósýningum, fjölskyldugrilli í Hljómskálagarðinum og árshátíð. Þá sé einnig mikill metingur milli sviða innan fyrirtækisins og nærtækast að nefna þegar þau taka sig til og sjá um þema kringum hádegismatinn.

Þemadagar í mötuneytinu

Reyndar tók Vodafone mötuneytismálin í gegn hjá sér fyrir einu ári síðan og réð inn til sín landsliðskokkinn Stein Óskar Sigurðsson. Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, segir að hugmyndin hafi verið að gera alla þá sem störfuðu innan fyrirtækisins hluta af sömu heildinni, en áður var keypt þjónustu frá utanaðkomandi fyrirtæki. „Með þessu viljum við meina að við séum komin í úrvalsdeildina með mötuneytið,“ segir Hrannar.

Sú hefð sem nefnd var hér að ofan, varðandi þemadaga í kringum hádegismat nokkrum sinnum á ári, hefur áunnið sér miklar vinsældir. Þannig var verið að undirbúa japanskan hádegismat þegar blaðamaður kom við. Voru kokkar í óðaönn að undirbúa sushi meðan starfsmenn á samskiptasviði settu upp japanskar skreytingar og klæddu sig í japönsk föt og settu á japanska tónlist. Þrátt fyrir töluverða vinnu þennan morguninn sagði Steinn að vandasamasti dagurinn hefði verið þegar ítalskt þema var fyrr á árinu, þá hefði allt hreinlega verið lagt undir.

Frjósemin í hámarki

Það er ekki bara hressileikinn sem virðist einkenna Vodafone. Frjósemin virðist einnig vera nokkuð mikil hjá starfsmönnum, því á síðasta ári var 1% af öllum fæddum börnum á Íslandi börn starfsmanna. Með öðrum orðum þýddi það að einn af hverjum níu starfsmönnum fór í foreldraorlof á því ári. Helen segist ekki hafa neina ákveðna skýringu á þessu, en bendir á að þetta sé ekki á undanhaldi, enda hafi nýlega þrjú pör af tvíburum fæðst hjá starfsmönnum fyrirtækisins á innan við tveimur vikum.

mbl.is