Biðröð við gagnaherbergi Vodafone

Vodafone hakkað | 2. desember 2013

Biðröð við gagnaherbergi Vodafone

Nokkur bið myndaðist við gagnaherbergið sem Vodafone kom upp í dag, til að fólk gæti kynnt sér hvaða upplýsingar um það birtist á netinu um helgina. Nokkrir tugir viðskiptavina Vodafone mættu en afgreiðslan gekk hægar en vonast var til, að sögn Hrannars Péturssonar upplýsingafulltrúa Vodafone.

Biðröð við gagnaherbergi Vodafone

Vodafone hakkað | 2. desember 2013

Nokkur bið myndaðist við gagnaherbergið sem Vodafone kom upp í dag, til að fólk gæti kynnt sér hvaða upplýsingar um það birtist á netinu um helgina. Nokkrir tugir viðskiptavina Vodafone mættu en afgreiðslan gekk hægar en vonast var til, að sögn Hrannars Péturssonar upplýsingafulltrúa Vodafone.

Nokkur bið myndaðist við gagnaherbergið sem Vodafone kom upp í dag, til að fólk gæti kynnt sér hvaða upplýsingar um það birtist á netinu um helgina. Nokkrir tugir viðskiptavina Vodafone mættu en afgreiðslan gekk hægar en vonast var til, að sögn Hrannars Péturssonar upplýsingafulltrúa Vodafone.

„Sumir þurftu frá að hverfa því þeir höfðu ekki tíma til að bíða. Við vitum að þetta kemur ekki til móts við nema hluta af þörfum fólks þannig að við erum að skoða hvernig við getum stigið næstu skref,“ segir Hrannar.

Gagnaherbergið var opið frá 10-16 og var fyrirkomulagið þannig að viðskiptavinir gátu komið og fengið að sjá í einrúmi þær upplýsingar sem að þeim sneru, gegn því að vísa fram persónuskilríkjum.

„Ástæðan fyrir því að þetta er gert með þessum hætti er að gögnin sem um ræðir eru í eðli sínu trúnaðargögn. Jafnvel þótt þeim hafi verið stolið og dreift þá gilda mjög stífar reglur um það hvað má senda hverjum og hvernig. Þess vegna fara menn eins varlega og þeir geta í þessu,“ segir Hrannar.

Þörfin ekki bundin við höfuðborgarsvæðið á skrifstofutíma

Hann segir hins vegar að Vodafone sé líka meðvitað um að þessi aðgerð ein og sér sé ekki fullnægjandi.

„Þetta hefur tekið langan tíma. Fólk er að spyrja um eitt og annað og afgreiðsla hvers og eins þess vegna tekið tíma. Við ætlum að reyna að bæta þetta þannig að það taki styttri tíma og eins að skoða hvaða leiðir eru færir til að koma til móts við þarfir viðskiptavina sem ekki eru á höfuðborgarsvæðinu eða komast ekki á skrifstofutíma.“

Nokkrir tugir viðskiptavina Vodafone hafa í dag leitað í gagnaherbergið sem komið var upp hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, til að kynna sér hvaða upplýsingar um þá voru birtar á netinu. Hægar gekk en vonast var til að sinna fólki

Hjá þjónustuveri Vodafone hefur sömuleiðis verið mikið álag í dag. Hvað tæknimálin sjálf varðar segir Hrannar að verið sé að rýna í öll kerfi. „Svo munum við smám saman setja vefsíðuna okkar upp aftur. Við gerum það væntanlega í áföngum.“

Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone.
Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Vodafone.
mbl.is