Vodafone opnar gagnaherbergi

Vodafone hakkað | 2. desember 2013

Vodafone opnar gagnaherbergi

Vodafone hefur komið upp gagnaherbergi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar. Þar geta viðskiptavinir fyrirtækisins gengið úr skugga um hvort upplýsingar um þá er að finna í gögnum sem lekið var á netið um helgina. Viðskiptavinir þurfa að framvísa persónuskilríkjum en gagnaherbergið verður opið í dag og á morgun, þriðjudag, kl. 10-16. Ekki verða veittar upplýsingar rafrænt eða í gegnum síma.

Vodafone opnar gagnaherbergi

Vodafone hakkað | 2. desember 2013

Vodafone hefur komið upp gagnaherbergi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar. Þar geta viðskiptavinir fyrirtækisins gengið úr skugga um hvort upplýsingar um þá er að finna í gögnum sem lekið var á netið um helgina. Viðskiptavinir þurfa að framvísa persónuskilríkjum en gagnaherbergið verður opið í dag og á morgun, þriðjudag, kl. 10-16. Ekki verða veittar upplýsingar rafrænt eða í gegnum síma.

Vodafone hefur komið upp gagnaherbergi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar. Þar geta viðskiptavinir fyrirtækisins gengið úr skugga um hvort upplýsingar um þá er að finna í gögnum sem lekið var á netið um helgina. Viðskiptavinir þurfa að framvísa persónuskilríkjum en gagnaherbergið verður opið í dag og á morgun, þriðjudag, kl. 10-16. Ekki verða veittar upplýsingar rafrænt eða í gegnum síma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem og í auglýsingum sem birtar voru í dagblöðum í dag.

79 þúsund SMS-skilaboð

Aðfaranótt 30. nóvember var brotist inn á heimasíðu Vodafone, þaðan sem gögnum var stolið. Meðal þeirra voru 79 þúsund SMS-skeyti, notendanöfn og lykilorð að Mínum síðum og upplýsingum um nöfn og kennitölur tiltekinna viðskiptavina. Þá komst hakkarinn yfir eitt gilt kreditkortanúmer, frá viðskiptavini sem var í vefverslun síðunnar þegar innbrotið átti sér stað. Ekki var stolið upplýsingum úr kreditkortagrunni en í nokkrum tilfellum innihéldu vef-sms-skeyti viðskiptavina upplýsingar af þessu tagi. Alls var um 300 MB af gögnum stolið af síðunni.

Fjarskiptalög kveða skýrt á um að varðveisla gagna lengur en sex mánuði er óheimil. Ljóst er að stór hluti hinna stolnu gagna var eldri en það og „ber Vodafone fulla ábyrgð á því“, segir í frétt á vefsíðu Vodafone.

„Ástæður þess voru eftirfarandi: Á heimasíðunni var viðskiptavinum boðið að vista send SMS-skilaboð. Hægt var að afþakka slíka gagnavistun með því að taka út tiltekið hak í valmynd vefgáttarinnar. Eingöngu voru geymd SMS þar sem merkt var við „Vista í samskiptasögu“. Þetta fyrirkomulag á heimasíðu Vodafone er gallað og í því felast mistök Vodafone.“

mbl.is