Skilnaður í Elysee-höll

Hollande og ástarmálin | 25. janúar 2014

Skilnaður í Elysee-höll

François Hollande, forseti Frakklands, mun síðar í dag greina formlega frá því að hann og Valérie Trierweiler, séu að skilja, samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla.

Skilnaður í Elysee-höll

Hollande og ástarmálin | 25. janúar 2014

Samsett ljósmynd sem sýnir Francois Hollande og leikkonuna Julie Gayet.
Samsett ljósmynd sem sýnir Francois Hollande og leikkonuna Julie Gayet. EPA

François Hollande, forseti Frakklands, mun síðar í dag greina formlega frá því að hann og Valérie Trierweiler, séu að skilja, samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla.

François Hollande, forseti Frakklands, mun síðar í dag greina formlega frá því að hann og Valérie Trierweiler, séu að skilja, samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla.

Tímaritið Closer birti fyrr í mánuðinum frétt um að Hollande héldi við leikkonuna Julie Gayet, og var Trierweiler, sambýliskona hans, lögð inn á sjúkrahús sama dag. Hollande hefur ekki neitað því að eiga í ástarsambandi við Gayet og hefur viðurkennt opinberlega að það hafi verið erfiðar stundir í sambúð þeirra Trierweiler.

Frá því Trierweiler var útskrifuð af sjúkrahúsi hefur hún dvalið á setri forsetaembættisins  La Lanterne, skammt frá Versölum.

 Le Parisien greinir frá þvi í dag að hún muni yfirgefa La Lanterne í dag og flytja í íbúð sína í 15 hverfi en ekki í Elysee höll, þar sem þau Hollande hafa búið saman frá því hann var kjörinn forseti árið 2012. Hún fer síðan til Indlands á morgun á vegum franskra mannúðarsamtaka.

mbl.is