Lögsóknin hefur engin áhrif á lánshæfi

Icesave | 17. febrúar 2014

Lögsóknin hefur engin áhrif á lánshæfi

Matsfyrirtækið Moody's hefur sent frá sér álit þar sem kemur fram að lögsókn yfirvalda í Bretlandi og Hollandi fyrir hönd innstæðutryggingarsjóða þeirra á hendur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi hafi engin áhrif á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands sem er Baa3 með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en Moody's vísar í úrskurð EFTA-dómstólsins frá árinu 2013 um að engin greiðsluskylda vegna Icesave-reikninga hvíli á íslenska ríkinu.

Lögsóknin hefur engin áhrif á lánshæfi

Icesave | 17. febrúar 2014

Lögsókn Breta og Hollendinga hefur ekki áhrif á lánshæfi ríkissjóðs.
Lögsókn Breta og Hollendinga hefur ekki áhrif á lánshæfi ríkissjóðs. Ómar Óskarsson

Matsfyrirtækið Moody's hefur sent frá sér álit þar sem kemur fram að lögsókn yfirvalda í Bretlandi og Hollandi fyrir hönd innstæðutryggingarsjóða þeirra á hendur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi hafi engin áhrif á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands sem er Baa3 með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en Moody's vísar í úrskurð EFTA-dómstólsins frá árinu 2013 um að engin greiðsluskylda vegna Icesave-reikninga hvíli á íslenska ríkinu.

Matsfyrirtækið Moody's hefur sent frá sér álit þar sem kemur fram að lögsókn yfirvalda í Bretlandi og Hollandi fyrir hönd innstæðutryggingarsjóða þeirra á hendur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi hafi engin áhrif á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands sem er Baa3 með stöðugum horfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar, en Moody's vísar í úrskurð EFTA-dómstólsins frá árinu 2013 um að engin greiðsluskylda vegna Icesave-reikninga hvíli á íslenska ríkinu.

Fyrir viku stefndi hollenski seðlabankinn DNB og breski innistæðusjóðurinn FSCS Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF, fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fóru þeir fram á að TIF hefði borið að greiða að fullu lágmarkstryggingu eða allt að 20.887 evrur fyrir hvern innstæðueiganda, auk vaxta og kostnaðar. Höfuðstóllinn fyrir utan vexti og kostnað nemur tæplega 556 milljörðum íslenskra króna. Krafa FSCS hljóðar upp á 452,1 milljarð króna og krafa hollenska seðlabankans er upp á 103,6 milljarða króna.

mbl.is