Fjórir sparisjóðir starfa enn og eru ekki í eigu ríkissjóðs. Það eru Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna og Afl sparisjóður. Ríkissjóður á eignarhlut í fimm sparisjóðum og fer Bankasýsla ríkisins með eignarhlut ríkisins í þeim. Eignarhluturinn er stærstur í sparisjóðunum sem voru með hæst hlutfall útlána í erlendri mynt eða minnsta dreifingu fjáreigna.
Fjórir sparisjóðir starfa enn og eru ekki í eigu ríkissjóðs. Það eru Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna og Afl sparisjóður. Ríkissjóður á eignarhlut í fimm sparisjóðum og fer Bankasýsla ríkisins með eignarhlut ríkisins í þeim. Eignarhluturinn er stærstur í sparisjóðunum sem voru með hæst hlutfall útlána í erlendri mynt eða minnsta dreifingu fjáreigna.
Fjórir sparisjóðir starfa enn og eru ekki í eigu ríkissjóðs. Það eru Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna og Afl sparisjóður. Ríkissjóður á eignarhlut í fimm sparisjóðum og fer Bankasýsla ríkisins með eignarhlut ríkisins í þeim. Eignarhluturinn er stærstur í sparisjóðunum sem voru með hæst hlutfall útlána í erlendri mynt eða minnsta dreifingu fjáreigna.
Fall og rekstrarerfiðleika sparisjóðanna má rekja til þess hvernig eignasafn þeirra var samsett og hvernig þeir voru fjármagnaðir. Almennt má segja að þeir sparisjóðir sem höfðu hátt hlutfall lána í erlendri mynt í útlánasafni sínu hafi þurft að færa útlánin meira niður en aðrir.
Með setningu neyðarlaganna og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 6. október 2008 var innlánum veitt aukin vernd til þess að auka trú almennings og fjárfesta á fjármálafyrirtækjum. Þeir sparisjóðir sem höfðu að mestu leyti fjármagnað sig með innlánum nutu góðs af þessu, segir í skýrslu rannsóknarnefndirnar. Sparisjóðir sem þurftu að ræða endurskipulagningu skulda sinna við erlenda banka áttu erfiðara vik en þeir sem semja þurftu um skuldir við stjórnvöld.
Hjá þremur sparisjóðum fór eiginfjárhlutfall ekki undir 8% eftir fall bankanna. Tveir þeirra, Sparisjóður Suður-Þingeyinga og Sparisjóður Höfðhverfinga, voru með lágt hlutfall gengisbundinna útlána og fjáreigna en hátt hlutfall innlána og fjármögnunar frá Íbúðalánasjóði. Sá þriðji, Sparisjóður Strandamanna, færði gengisbundin útlán sín ekki niður að fullu fyrr en hann hafði náð samningum um endurskipulagningu erlendra skulda sinna við Seðlabanka Íslands. Fyrir vikið urðu minni breytingar á eiginfjárhlutfalli hans en annarra sparisjóða með svipaða samsetningu efnahagsreiknings.
Afl sparisjóður hafði lánað tiltölulega mikið í erlendri mynt og voru þessi útlán færð niður í lok árs 2008, en við það lækkaði eiginfjárhlutfall sparisjóðsins niður fyrir 8%. Með samningum við stærsta stofnfjáreigandann, sem jafnframt var stærsti lánveitandi sparisjóðsins, var eiginfjárhlutfallið bætt.
Hjá stærstu sparisjóðunum fjórum var hlutfall útlána í erlendri mynt 33–42% í lok árs 2007, þegar þau náðu hámarki. Hjá þeim voru fjáreignir töluvert hærra hlutfall af eignum og eigin fé en í minni sparisjóðunum og innlán höfðu mun minna vægi í fjármögnun þeirra. Áföllin sem dundu yfir íslenskt efnahagslíf haustið 2008, gengisfall krónunnar og vantraust á fjármálamörkuðum, urðu til þess að eignasafn stærri sparisjóðanna féll hratt í virði og þeir áttu erfitt með að endurfjármagna lántökur sínar. Viðræður þeirra við erlenda kröfuhafa gengu hægt og tilraunir til þess að bæta eiginfjárstöðu þeirra mistókust, enda héldu eignasöfnin áfram að rýrna eftir því sem lengra leið frá falli bankanna, segir í skýrslunni. Ókleift reyndist að leysa úr skuldamálum þeirra og Fjármálaeftirlitið tók yfir vald stofnfjár- og hlutahafafunda þeirra.