Töpuðu mikið á lánum til kaupa í Icebank

Töpuðu mikið á lánum til kaupa í Icebank

Útlánavöxtur sparisjóða á árunum 2001 til 2007 var mikill. Meginþorri útlána sparisjóðanna var til einstaklinga, mest til íbúðakaupa. Það var þó einkum á öðrum lánum sem sparisjóðirnir töpuðu þegar lán voru færð niður, frá og með árinu 2008. Lán sem ollu hvað mestum erfiðleikum í rekstri sparisjóðanna voru lán til fasteigna- og byggingarverkefna og lán til kaupa á óskráðum hlutabréfum og stofnfjárbréfum.

Töpuðu mikið á lánum til kaupa í Icebank

Rannsókn á falli sparisjóðanna | 10. apríl 2014

Rannsóknarnefndin kynnir sparisjóðaskýrsluna í Iðnó.
Rannsóknarnefndin kynnir sparisjóðaskýrsluna í Iðnó. mbl.is/Árni Sæberg

Útlánavöxtur sparisjóða á árunum 2001 til 2007 var mikill. Meginþorri útlána sparisjóðanna var til einstaklinga, mest til íbúðakaupa. Það var þó einkum á öðrum lánum sem sparisjóðirnir töpuðu þegar lán voru færð niður, frá og með árinu 2008. Lán sem ollu hvað mestum erfiðleikum í rekstri sparisjóðanna voru lán til fasteigna- og byggingarverkefna og lán til kaupa á óskráðum hlutabréfum og stofnfjárbréfum.

Útlánavöxtur sparisjóða á árunum 2001 til 2007 var mikill. Meginþorri útlána sparisjóðanna var til einstaklinga, mest til íbúðakaupa. Það var þó einkum á öðrum lánum sem sparisjóðirnir töpuðu þegar lán voru færð niður, frá og með árinu 2008. Lán sem ollu hvað mestum erfiðleikum í rekstri sparisjóðanna voru lán til fasteigna- og byggingarverkefna og lán til kaupa á óskráðum hlutabréfum og stofnfjárbréfum.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna. Skýrslan er kynnt á blaðamannafundi í Iðnó. 

Í skýrslunni segir að þeir sparisjóðir sem lánuðu ekki til slíkra verkefna töpuðu minna á útlánum en aðrir. Enginn sparisjóður fór þó varhluta af efnahagsástandinu og áhrifum þess á útlánasafnið frá haustinu 2008 og þurftu þeir allir að afskrifa talsverðan hluta útlána sinna. Ekki er hægt að draga þá ályktun að sparisjóðir sem einbeittu sér að því að lána til aðila í nærumhverfi sínu hafi tapað minna á útlánum en þeir sem lánuðu utan síns svæðis, segir m.a. í skýrslunni.

Hjá minni sparisjóðum sem lánuðu út fyrir starfssvæði sitt varð mest tap á lánum sem veitt voru fyrir milligöngu Sp-ráðgjafar ehf. Stærri sparisjóðirnir töpuðu mikið á sams konar lánum, þ.e. lánum í erlendum myntum til einkahlutafélaga til kaupa á hlutabréfum eða stofnfjárbréfum með veði í bréfunum sjálfum. Þeirra stærst voru lán til kaupa á hlutum í Icebank hf.

Tryggingar nær eingöngu bréf í bankanum sjálfum

Í tilboði um kaup á eignarhlut í Icebank hf. frá hópi fjárfesta sem Behrens Fyrirtækjaráðgjöf ehf. fór fyrir haustið 2007 kom fram að hópurinn hygðist falast eftir fjármögnun sparisjóðanna á verkefninu. Með því að taka hæsta tilboði í hlutina og fjármagna kaupin veittu sparisjóðirnir að sama skapi há lán til kaupanna. Tryggingar sem teknar voru að veði fyrir lánunum voru nær eingöngu í bréfunum í bankanum sjálfum og lánin sem veitt voru til kaupanna í desember 2007 voru í erlendum myntum. Á stuttum tíma breikkaði bilið milli virðis lánanna og trygginganna að baki þeim sífellt. Vegna stærðar sinnar höfðu þessi lán áhrif á einkenni heildarútlánasafns sparisjóðanna, svo sem hlutfall útlána í erlendri mynt og hlutfall veða í óskráðum hlutabréfum.

Í vissum sparisjóðum nutu ákveðnir aðilar fyrirgreiðslu umfram aðra viðskiptamenn sökum tengsla við þá. Á það sérstaklega við um Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Það endurspeglaðist einna helst í miklum lánveitingum til félaga án fullnægjandi trygginga. Í nokkrum tilvikum lánuðu sparisjóðir til kaupa á stofnfjárbréfum þar sem bréfin sjálf voru sett að veði, sem óheimilt var skv. 1. mgr. 29. gr. laga um fjármálafyrirtæki, segir m.a. í niðurstöðum skýrslunnar.

mbl.is