Þurfa að geta starfað sjálfstætt

Þurfa að geta starfað sjálfstætt

Gera verður þá kröfu til sparisjóðanna að þeir eigi sér sjálfstæðan rekstrarlegan grundvöll. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag í umræðum um rannsóknarskýrslu um sparisjóðina.

Þurfa að geta starfað sjálfstætt

Rannsókn á falli sparisjóðanna | 11. apríl 2014

Alþingi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gera verður þá kröfu til sparisjóðanna að þeir eigi sér sjálfstæðan rekstrarlegan grundvöll. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag í umræðum um rannsóknarskýrslu um sparisjóðina.

Gera verður þá kröfu til sparisjóðanna að þeir eigi sér sjálfstæðan rekstrarlegan grundvöll. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag í umræðum um rannsóknarskýrslu um sparisjóðina.

„Það er ekki hægt að æskja þess af ríkisvaldinu að leggja fé til að styðja þennan rekstur til langframa. Við þurfum líka að horfa á með hvaða hætti almenn umgjörð bankakerfisins mætir þeim sjónarmiðum sem við teljum mikilvægt að sparisjóðirnir standi vörð um,“ sagði hann ennfremur og lýsti þar afstöðu síns flokks. Sérstaklega vildi hann nefna í því sambandi að forðast ætti áhættusækni og gæta hófsemi í útlánastarfsemi.

„Þetta eru gildi sem við viljum almennt að bankar tileinki sér í dag,“ sagði Árni Páll. Einnig væri varhugavert að horfa of mikið á form í þeim efnum. Oft væri talað um mikilvægi þess að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi til þess að draga úr áhættu. Það væri hins vegar holl lexía að horfa til þess að sparisjóðirnir væru einungis með viðskiptabankastarfsemi. 

„Þannig að jafnvel sá aðskilnaður hefði engu skilað okkur í þessu tiltekna tilviki.“

mbl.is