Getur verið að ég sé með svepp?

Inga næringarþerapisti | 29. apríl 2014

Getur verið að ég sé með svepp?

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvernig megi laga neglur sem brotna mikið og klofna.

Getur verið að ég sé með svepp?

Inga næringarþerapisti | 29. apríl 2014

Inga Kristjánsdóttir.
Inga Kristjánsdóttir. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvernig megi laga neglur sem brotna mikið og klofna.

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvernig megi laga neglur sem brotna mikið og klofna.

Sæl Inga

Hefurðu einhver ráð fyrir mig varðandi slæmar neglur?
Neglurnar á mér hafa alltaf haft tilhneigingu til að klofna og brotna. Næ þeim oft góðum á sumrin en síðastliðið ár hafa þær verið hrufóttar, klofna illa og brotna við minnsta áreiti ef ég fæ þær til að vaxa.

Vantar mig einhver vítamín eða bætiefni eða gæti ég verið með einhver svepp? Tek inn Omega 3 D, D vítamín og Magnesium, zink.

Með þakklæti fyrir svarið :-)

Góðan dag og takk fyrir spurninguna.

Það eru ýmis ráð til og margt hægt að prófa sig áfram með.

Kannski ættir þú samt fyrst að fara til læknis og láta athuga hvort sé sveppasýking í nöglunum, eins og þú minnist á. Ef svo er þá þarf að meðhöndla þetta með það í huga.

Í öllu falli væri sniðugt að ræða málið við lækninn þinn, hann gæti hugsanlega viljað taka einhverjar blóðprufur og skoða þetta betur með þér.

Ef ekkert kemur þar í ljós, þá eru ýmis bætiefni sem þú gætir prófað.

Í fyrsta lagi þá myndi ég vilja vita hve mikið þú tekur inn af omega 3. Ertu með einhver önnur einkenni, t.d. húðþurrk, varaþurrk, þurrt hár, liðverki eða annað? Ef svo er þá gæti verið að þú ættir að taka inn stærri skammta af omega 3. Það er öruggt fyrir flesta að stækka skammtinn, svo framarlega sem viðkomandi tekur ekki inn blóðþynnandi lyf.

Eins væri gott að biðja lækninn þinn að athuga D-vítamín-stöðuna hjá þér, hvort þig gæti jafnvel vantað meira, margir eru með D vítamínskort þrátt fyrir inntöku þess. Þú skalt samt ekki stækka skammtinn mikið nema fá prufu fyrst.

Þú gætir prófað að taka in Silica bætiefni, það hefur góð áhrif á neglur og hefur hjálpað mörgum. Einnig eru til blöndur B-vítamína sem innihalda Biotin og það er oft hjálplegt. Góð steinefnablanda getur líka virkað vel og MSM er efni sem getur haft góð áhrif á hár, húð og neglur.

Þig gæti einnig vantað járn og um að gera að fá það athugað.

Svo er spurning hvort eitthvað í lífsstílnum getur orsakað þetta? Ferð þú mikið í sund? Sumir sundkappar lenda í þessu. Einnig er spurning hvort þú notar mikið naglalakk eða sterk efni til að hreinsa neglurnar reglulega?

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað og gangi þér vel!

Kær kveðja,

Inga næringarþerapisti

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Ingu spurningu HÉR.

mbl.is