Vitnum bar ekki saman

Ímon-málið | 30. apríl 2014

Vitnum bar ekki saman

Talsverður munur var á framburði vitna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð í svonefndu Ímon-máli hélt áfram. Einkum var þar til umfjöllunar sá hluti málsins sem sneri að lánveitingu Landsbanka Íslands til félagsins Azalea Rescources í eigu Ari Salmivouri, finnsks fjárfestis upp á 3,8 milljarða króna, til kaupa á hlut í bankanum rétt fyrir fall hans. Sérstakur saksóknari rekur málið en embættið telur að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða með það fyrir augum að draga upp þá mynd að spurn væri eftir bréfum í Landsbanka Íslands.

Vitnum bar ekki saman

Ímon-málið | 30. apríl 2014

Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Talsverður munur var á framburði vitna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð í svonefndu Ímon-máli hélt áfram. Einkum var þar til umfjöllunar sá hluti málsins sem sneri að lánveitingu Landsbanka Íslands til félagsins Azalea Rescources í eigu Ari Salmivouri, finnsks fjárfestis upp á 3,8 milljarða króna, til kaupa á hlut í bankanum rétt fyrir fall hans. Sérstakur saksóknari rekur málið en embættið telur að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða með það fyrir augum að draga upp þá mynd að spurn væri eftir bréfum í Landsbanka Íslands.

Talsverður munur var á framburði vitna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð í svonefndu Ímon-máli hélt áfram. Einkum var þar til umfjöllunar sá hluti málsins sem sneri að lánveitingu Landsbanka Íslands til félagsins Azalea Rescources í eigu Ari Salmivouri, finnsks fjárfestis upp á 3,8 milljarða króna, til kaupa á hlut í bankanum rétt fyrir fall hans. Sérstakur saksóknari rekur málið en embættið telur að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða með það fyrir augum að draga upp þá mynd að spurn væri eftir bréfum í Landsbanka Íslands.

Salmivouri gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og greindi frá aðdraganda viðskiptanna. Hann sagði forystumenn Landsbankans í Lúxemburg hafa margsinnis reynt að fá hann í viðskipti við bankann. Það hafi hins vegar ekki orðið fyrr en gegnum Azalea Resources. Hann sagði Landsbankann í Lúxemburg hafa verið með þetta félag, sem hefði verið svokallað tómt félag þar sem ekkert eigið fé væri í því né eignir, og verið að leita að kaupanda að því. Hann hafi sjálfur lagt áherslu á að viðskiptin færu í gegnum félag til þess að það skapaði ekki mögulega áhættu fyrir önnur félög á hans vegum.

Salmivouri staðfesti fyrir dómi að hann hefði talið miðað við opinbera umræðu að eins gæti farið fyrir íslensku bönkunum og þeim finnsku á sínum tíma. Þá hefði sterkasti bankinn tekið yfir þá veikari. Taldi að íslensku bankarnir myndu ekki lifa af en Landsbanki Íslands myndi samt ná sér á strik aftur í kjölfarið. Hann sagðist einkum hafa verið í samskiptum við Guðjón Sævarsson, fyrrverandi yfirmann einkabankasviðs Landsbankans í Lúxemburg, vegna málsins og samið um allt við hann. Guðjón hafi hins vegar sagt að hann þyrfti að hafa fullt umboð sem hann þyrfti að fá frá Landsbankanum á Íslandi.

Taldi sig vera að fá lán í Lúxemburg

Salmivouri sagðist hafa staðið í þeirri meiningu að hann væri að fá lánað fyrir kaupunum í Landsbanka Íslands frá Landsbankanum í Lúxemburg. Heiti þess banka hafi staðið á öllum pappírum en ekkert minnst á bankann á Íslandi. Fram hefur hins vegar komið fyrir dómi að lánið átti að koma frá Landabanka Íslands. Vitnum bar hins vegar ekki saman um hvers vegna Landsbankinn í Lúxemburg sá ekki um að lána fyrir kaupunum.

Marínó Freyr Sigurjónsson, fyrrverandi yfirmaður lánasviðs Landsbankans í Lúxemburg sagði þannig fyrir dómi í morgun að ástæðan fyrir þeirir ákvörðun hefði verið bréf frá Fjármálaeftirliti landsins um að bankinn þyrfti að draga úr áhættu sinni gagnvart Landbanka Íslands en Halldór Jónsson, fyrrverandi yfirmaður lögfræðisviðs Landsbankans í Lúxemburg, sagði ástæðuna vera þá að Azalea Resources hefði ekki átt neitt eigið fé og því óheimilt að lána félaginu. Bréf fjármálaeftirlits Lúxemburg hefði ekki komið því máli við.

Salmivouri sagðist hafa talið sig eiganda að umræddum hlut í Landsbanka Íslands þegar hann gekk á fundi með Guðjóni í Landsbankanum í Lúxemburg. Þar hafði Guðjón sett hann í samband við Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbanka Íslands, vegna kaupanna í bankanum en Steinþór er á meðal ákærðra í málinu. Guðjón bar fyrir dómi að hann hafi litið svo á að Steinþór væri að sjá um viðskiptin en Steinþór hefur áður borið að hann hafi litið svo á að viðskiptin væru á könnu Guðjóns og Landsbankans í Lúxemburg. Guðjón var spurður að því hvers vegna Steinþór hafi þá sent kvittaniur vegna viðskiptanna til Landsbankans í Lúxemburg en gat ekki gefið skýringu á því.

Bar ekki saman um skjalagerðina

Marínó var spurður að því hvort algengt hefði verið að Landsbankinn í Lúxemburg væri að sjá um skjalagerð fyrir Landsbanka Íslands og sagðist hann ekki vita til þess að slíkt hefði átt sér stað. Hann héldi að það hefði alveg örugglega ekki átt sér stað. Halldór hélt því hins vegar fram að Landsbankinn í Lúxemburg hefði oft staðið í slíkri skjalagerð fyrir Landsbanka Íslands. Tilgangurinn hafi verið að nýta mannauðinn.

Einnig var rætt um viðbrögð Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands, við því þegar honum var tilkynnt að Landsbankinn í Lúxemburg gæti ekki lánað Azalea Rescources vegna viðskiptanna. Marínó var spurður út í fyrri framburð sinn um að Sigurjón hafi tekið því eins og hverju öðru hundsbiti. Hann sagði fyrir dómi að ástæðan fyrir þeim ummælum væri sú að Sigurjón virtist þurrari á manninn en venjulega þegari hann hafi hringt í hann vegna málsins. Hann gæti þó ekki fullyrt að það hafi verið vegna þessa máls eða einhvers annars.

mbl.is