Héraðsdómur Reykjavíkur getur þess sérstaklega í niðurstöðum dóms í Imon-málinu svonefnda að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum þegar hlustað var á símtöl sakborninga og verjenda þeirra og þegar upptökum símtalanna var ekki fargað.
Héraðsdómur Reykjavíkur getur þess sérstaklega í niðurstöðum dóms í Imon-málinu svonefnda að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum þegar hlustað var á símtöl sakborninga og verjenda þeirra og þegar upptökum símtalanna var ekki fargað.
Héraðsdómur Reykjavíkur getur þess sérstaklega í niðurstöðum dóms í Imon-málinu svonefnda að sérstakur saksóknari hafi brotið gegn lögum þegar hlustað var á símtöl sakborninga og verjenda þeirra og þegar upptökum símtalanna var ekki fargað.
Í dómnum segir að við rannsókn málsins hafi embætti sérstaks saksóknara fengið heimild með dómsúrskurði til að hlusta á og taka upp símtöl ákærðu á tímabili í janúar og febrúar 2011. „Fram er komið að þegar ákærðu og verjendur þeirra fengu aðgang að upptökum vegna símhlustana, eftir að ákæra hafði verið gefin út, var þar að finna upptökur símtala sem ákærðu Sigurjón og Sigríður Elín höfðu átt við verjendur sína vegna rannsóknar málsins.“
Dómurinn vísar því næst í 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir: „Verjanda er heimilt að tala einslega við skjólstæðing sinn um hvaðeina sem málið varðar.“ Því næst segir í dómnum: „[B]ar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra.“
Þá vitnar dómurinn í lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga, þar sem fjallað er um upptökur af símtölum, en þar segir: „Ef framangreind gögn hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn, svo og upplýsingar sem 2. mgr. 119. gr. tekur til, skal eyða þeim þegar í stað.“ Það hafi ekki verið gert.
„Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.“