Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru sýknuð í svonefndu Imon-máli. Steinþór Gunnarsson, fv. forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi, sex eru skilorðsbundnir.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru sýknuð í svonefndu Imon-máli. Steinþór Gunnarsson, fv. forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi, sex eru skilorðsbundnir.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans voru sýknuð í svonefndu Imon-máli. Steinþór Gunnarsson, fv. forstöðumaður verðbréfamiðlunar, var hins vegar dæmdur í níu mánaða fangelsi, sex eru skilorðsbundnir.
Imon-málið sem svo er kallað tengist sölu Landsbankans á eigin bréfum til tveggja eignarhaldsfélaga í lok september og byrjun október árið 2008. Félögin tvö voru Imon ehf. og Azalea Resources Ltd.
Til stóð að Landsbankinn fjármagnaði kaupin og hefðu þrettán milljarðar króna verið lánaðir til félaganna ef allt hefði gengið eftir. Hins vegar varð „aðeins“ af einni lánveitingu af þremur, upp á fimm milljarða króna til Imon. Engu að síður voru hlutabréf færð inn á félögin í öllum tilvikum og Kauphöllinni tilkynnt um viðskiptin. Hélt saksóknari því fram að það hefði verið gert til að blekkja markaðinn. Fjárfestar hafi komið inn í bankann sem ekki voru tilbúnir að leggja fram neinar tryggingar, engu að síður hafi eignalaus félög þeirra fengið hlutabréf fyrir milljarða króna.
Ákæruvaldið fór fram á ekki minna en fimm ára fangelsi yfir Sigurjóni og ekki minna en fjögurra ára fangelsi yfir Elínu og Steinþóri.
Á síðasta degi aðalmeðferðar í málinu sagði Sigurjón sorglegt að sama hvað lagt hefði verið fram við rannsókn málsins til að reyna skýra málin fyrir rannsakendum þá hefði það engu skipt. „Það er ekki hlustað. [...] Og ekki er gætt hófsemi í einu né neinu. Gera menn sér grein fyrir því að búið er að fara yfir 520 þúsund tölvupósta, sjö þúsund símtöl. Það er búið að fara í gegnum allt. Og ekkert finnst því það er ekki neitt. Við vorum að vinna með hagsmuni bankans í fyrirrúmi og ekkert annað. Það stenst ekki að maður hafi alltaf verið að reyna gera eitthvað óheiðarlegt. Það er ekki þannig.“
Hann sagði ákæruvaldið ekki hafa reynt að leggja fram nein gögn máli sínu til stuðnings heldur hefðu eingöngu verið búnar til sögur og dylgjað.
Eins og gengur og gerist í málum sem þessum verður þessi máli að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar.