Sérstakur saksóknari hefur hvorki krafist úrskurðar um símhlustun né til öflunar gagna um símnotkun vegna rannsókna sinna frá árinu 2012. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörgum kröfum var hafnað en segir allar líkur til þess að dómari samþykki kröfur embættisins.
Sérstakur saksóknari hefur hvorki krafist úrskurðar um símhlustun né til öflunar gagna um símnotkun vegna rannsókna sinna frá árinu 2012. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörgum kröfum var hafnað en segir allar líkur til þess að dómari samþykki kröfur embættisins.
Sérstakur saksóknari hefur hvorki krafist úrskurðar um símhlustun né til öflunar gagna um símnotkun vegna rannsókna sinna frá árinu 2012. Hann hefur ekki upplýsingar um hversu mörgum kröfum var hafnað en segir allar líkur til þess að dómari samþykki kröfur embættisins.
Símhleranir sérstaks saksóknara hafa verið í umræðunni eftir að héraðsdómur komst að þeirri niðurstöður að embættið hefði brotið gegn lögum um meðferð sakamála þegar hlustað var á símtöl verjenda og sakborninga í Imon-málinu svonefnda og þau varðveitt. Ríkissaksóknari sagði í samtali við mbl.is á dögunum að ekki sé efni til að rannsaka frekar ætluð brot starfsmanna embættis sérstaks saksóknara vegna þessa enda séu ætluð brot fyrnd.
Í svari við fyrirspurn mbl.is segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa upplýsingar eða gögn um að hafnað hafi verið beiðnum embættisins um símhlustun eða til öflunar gagna um símnotkun. „Bent er þó á að þar sem þetta úrræði hefur lengi verið notað við rannsóknir lögreglu í sakamálum þá liggur fyrir veruleg þekking á því í hvaða tilvikum dómstólar hafa fallist á beiðnir af þessum toga. Það leiðir síðan frekar af sér að saksóknarar eða saksóknarfulltrúar embættisins fara ekki með kröfu fyrir dóm nema þeir telji allar líkur til þess að dómari samþykki hana og á því stigi.“
Í meðfylgjandi töflu má sjá að sérstakur saksóknari hefur frá árinu 2009 fengið heimild til að hlera síma í 117 tilvikum og upplýsingar um símnotkun í 105 tilvikum. Engar slíkar heimildir hafa verið veittar frá árinu 2012 og fækkaði þeim mikið milli áranna 2011 og 2012.
Ólafur sagði í samtali við mbl.is um liðna helgi að „athugasemd“ Héraðsdóms Reykjavíkur í Imon-málinu leiði til þess að farið verði yfir verklag og reynt að skerpa á því. „Það liggur fyrir hvernig lögin hljóma að þessu leyti og það þarf að gæta að því að þessi staða komi ekki upp aftur,“ sagði Ólafur.