Verður að bera upp í bankaráði

Seðlabankinn | 2. júlí 2014

Verður að bera upp í bankaráði

Ríkisendurskoðun telur að útgjöld í tilefni tengslum við fjárhagslega hagsmuni seðlabankastjóra verði að bera upp í bankaráðinu til samþykktar áður en greiðsla er innt af hendi eða að bankaráðið veiti formanni þess formlega heimild til þess að stofna til þeirra. 

Verður að bera upp í bankaráði

Seðlabankinn | 2. júlí 2014

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisendurskoðun telur að útgjöld í tilefni tengslum við fjárhagslega hagsmuni seðlabankastjóra verði að bera upp í bankaráðinu til samþykktar áður en greiðsla er innt af hendi eða að bankaráðið veiti formanni þess formlega heimild til þess að stofna til þeirra. 

Ríkisendurskoðun telur að útgjöld í tilefni tengslum við fjárhagslega hagsmuni seðlabankastjóra verði að bera upp í bankaráðinu til samþykktar áður en greiðsla er innt af hendi eða að bankaráðið veiti formanni þess formlega heimild til þess að stofna til þeirra. 

Þetta kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á greiðslum bankans á málskostnaðarreikningum Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. 

Fulltrúar Ríkisendurskoðunar komu á fund bankaráðsins í dag til að kynna skýrsluna. Bankaráð mun taka málið til áframhaldandi meðferðar á næsta fundi bankaráðsins. 

Taldi sig hafa fullnægjandi heimild

Í skýrslunni kemur fram að Lára V. Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður bankaráðsins hafi litið svo á að þar sem hann hefði með vitneskju bæði bankaráðsins og yfirstjórnar bankans farið með forsvar fyrir hönd Seðlabankans í máli seðlabankastjóra gegn honum, hafi hún haft fullnægjandi heimild til þess að samþykkja málskostnaðarreikningana. 

Ríkisendurskoðun metur það hins vegar svo að þar sem hér hafi verið um umtalsverð útgjöld að ræða hafi átt að bera ákvörðun um greiðslu þeirra upp til samþykktar í ráðinu. 

Hvorki lögin um Seðlabanka Íslands né reglugerðin um hann gera ráð fyrir að formaður bankaráðsins hafi sjálfstæðar valdheimildir, svo sem til að skuldbinda bankann.

Fyrrverandi formaður bankaráðsins hafi sjálf ekki litið svo á að hún hefði sjálfstæðar valdheimildir til þess að skuldbinda bankann en hins vegar litið svo á að hún hafi með fullri vitneskju og án formlegra athugasemda bankaráðsins, verið í forsvari fyrir bankann í dómsmálinu og tekið að sér að ljúka því. Þess vegna hafi hún jafnframt haft heimild til þess að skuldbinda bankann að þessu leyti.

Ríkisendurskoðun tekur fram að málið sé mjög sérstaks eðlis en við málsóknina hafi allir starfsmenn bankans orðið vanhæfir. Það hafi því verið einboðið að bankaráðið og einkum formaður þess hlyti að vera í forsvari fyrir bankann að því er málareksturinn varðaði. Fjallað hafi verið um stefnuna í bankaráði í desember 2011, þ.e. á fyrsta fundi ráðsins eftir að stefnan var birt. Formaðurinn hafi haldið á málum er lutu að starfskjörum forvera Más þar sem hún hafi verið hæstaréttarlögmaður að atvinnu. Það hafi því legið beinast við að verkefnið hafi áfram verið í hennar höndum. 

Sjá skýrsluna í heild sinni

mbl.is