Sendi tryggingamiðlurum bréf

Seðlabankinn | 5. júlí 2014

Sendi tryggingamiðlurum bréf

Gjaldeyriseftirlt Seðlabanka Íslands sendi í gær tryggingamiðlurum bréf í kjölfar þess að reglum um gjaldeyrismál var breytt 19. júní síðastliðinn. Í bréfunum kom meðal annars fram túlkun bankans á því hvernig einstakar tryggingar hjá viðkomandi miðlurum falla að umræddum reglum.

Sendi tryggingamiðlurum bréf

Seðlabankinn | 5. júlí 2014

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Gjaldeyriseftirlt Seðlabanka Íslands sendi í gær tryggingamiðlurum bréf í kjölfar þess að reglum um gjaldeyrismál var breytt 19. júní síðastliðinn. Í bréfunum kom meðal annars fram túlkun bankans á því hvernig einstakar tryggingar hjá viðkomandi miðlurum falla að umræddum reglum.

Gjaldeyriseftirlt Seðlabanka Íslands sendi í gær tryggingamiðlurum bréf í kjölfar þess að reglum um gjaldeyrismál var breytt 19. júní síðastliðinn. Í bréfunum kom meðal annars fram túlkun bankans á því hvernig einstakar tryggingar hjá viðkomandi miðlurum falla að umræddum reglum.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, sem gæta hagsmuna tryggingamiðlara, sagðist í samtali við mbl.is í fyrradag vænta þess að með þessum bréfum skýrðist sú óvissa sem hefur verið ríkjandi í þessu efni.

„Seðlabankinn býður jafnframt upp á að fjögurra mánaða aðlögunartími verði þá nýttur til þess að koma til móts við þarfir og óskir hvers félags, þannig að þau geti aðlagað sína þjónustu og vörur sem mest að þessum nýju reglum. Þannig að viðkomandi félög verði fyrir sem minnstu tjóni og ekki síst sá mikli fjöldi einstaklinga sem á í viðskiptum við þau,“ sagði Andrés.

Eins og komið hefur fram hefur Seðlabankinn ákveðið að stöðva gjaldeyrisviðskipti umboðsaðila erlendra tryggingafélaga hér á landi á grund­velli samn­inga um meðal ann­ars viðbót­ar­trygg­inga­vernd, söfn­un­ar­trygg­ing­ar og sparnað. 

Aðgerðir Seðlabank­ans snerta tugi þúsunda ein­stak­linga sem hafa gert slíka samn­inga, en umboðsaðilar er­lendu trygg­inga­fé­lag­anna sem um ræðir eru fyrst og fremst Alli­anz á Íslandi, Sparnaður og Trygg­inga­miðlun Íslands.

mbl.is