Hodor gerist plötusnúður

Game of Thrones | 15. júlí 2014

Hodor gerist plötusnúður

Írski leikarinn, Kristian Nairn, er hvað þekktastur fyrir að leika Hodor í Game of Thrones en þegar hann er ekki með Bran á bakinu er hann virkur ef ekki virtur plötusnúður.

Hodor gerist plötusnúður

Game of Thrones | 15. júlí 2014

Hodor, Hodor Hodor... Hodor!
Hodor, Hodor Hodor... Hodor!

Írski leikarinn, Kristian Nairn, er hvað þekktastur fyrir að leika Hodor í Game of Thrones en þegar hann er ekki með Bran á bakinu er hann virkur ef ekki virtur plötusnúður.

Írski leikarinn, Kristian Nairn, er hvað þekktastur fyrir að leika Hodor í Game of Thrones en þegar hann er ekki með Bran á bakinu er hann virkur ef ekki virtur plötusnúður.

Í ágúst mun Nairn leggja upp í ferð um Ástralíu, innblásna af Game of Thrones, þar sem hann mun þeyta skífum í öllum helstu borgum landsins. Samkvæmt fréttatilkynningu verður hefðbundnum klúbbum umbreytt í fegurstu sali Westeros þar sem öllum verður gert að mæta í búningi. Eins munu allir eiga að gera Bran-inn sem er danshreyfing þar sem maður situr á gólfinu og bíður eftir því að stór manneskja komi og taki mann upp og sveifli sér um.

Því er lofað að veislan muni enda vel, ólíkt Rauða brúðkaupinu, og að sá kali sem hver ætt kann að bera til annarra ætta Westeros verði skilinn eftir við dyrnar.

Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni. 

Auglýsingin fyrir veislurnar er glæsileg.
Auglýsingin fyrir veislurnar er glæsileg.
mbl.is