Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið. 3 þeirra drógu umsókn sína til baka og stóðu þá 27 eftir, 8 konur og 19 karlar. Framboðið Nýtt afl, sem bauð fram í fyrsta skipti, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor og auglýsti stöðu sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið. 3 þeirra drógu umsókn sína til baka og stóðu þá 27 eftir, 8 konur og 19 karlar. Framboðið Nýtt afl, sem bauð fram í fyrsta skipti, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor og auglýsti stöðu sveitarstjóra.
Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið. 3 þeirra drógu umsókn sína til baka og stóðu þá 27 eftir, 8 konur og 19 karlar. Framboðið Nýtt afl, sem bauð fram í fyrsta skipti, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor og auglýsti stöðu sveitarstjóra.
Guðný Hrund er fyrsta konan sem gegnir starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. Með ráðningu hennar eru konur í meirihluta í lykilstöðum innan sveitarfélagsins. Af sjö fulltrúum í sveitarstjórn eru fjórar konur. Oddviti er Unnur Valborg Hilmarsdóttir en einnig sitja í sveitarstjórn þau Stefán Böðvarsson, Elín Jóna Rósinberg, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Elín R. Líndal, Ingimar Sigurðsson og Valdimar Gunnlaugsson. Í byggðarráði eru konur einnig í meirihluta en það er skipað þeim Stefáni Böðvarssyni (formaður), Elínu Jónu Rósinberg og Elínu R. Líndal. Af þremur sviðsstjórum sveitarfélagsins eru tvær konur.
Guðný Hrund hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri hjá Wise í Kanada þar sem hún hefur leitt innleiðingu stórra hugbúnaðarverkefna fyrir þarlend fyrirtæki. Áður starfaði hún fyrir Maritech á Íslandi sem viðskipta- og verkefnastjóri.
Á árunum 2002-2006 starfaði hún sem sveitarstjóri á Raufarhöfn og stýrði sveitarfélaginu farsællega á erfiðum tímum. Guðný Hrund hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, svo sem hlutverki hafnarstjóra, setið í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, í stjórn ábyrgðarsjóðs launa og sem varamaður í stjórn samkeppniseftirlitsins. Hún er með cand. oecon.-próf í viðskiptafræðum af fjármálasviði. Áformað er að hún hefji störf hinn 1. ágúst 2014.
Húnaþing vestra er víðfeðmt landbúnaðarhérað í alfaraleið, miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en íbúar sveitarfélagsins alls eru tæplega 1.200.
Ýmsar framkvæmdir eru á döfinni í Húnaþingi vestra á kjörtímabilinu, svo sem lagning hitaveitu í dreifbýli, viðbygging við íþróttahús o.fl.