Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar | 29. júlí 2014

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri

Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið. 3 þeirra drógu umsókn sína  til baka og stóðu þá 27 eftir, 8 konur og 19 karlar. Framboðið Nýtt afl, sem bauð fram í fyrsta skipti, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor og auglýsti stöðu sveitarstjóra.

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri

Sveitarstjórnarkosningar | 29. júlí 2014

Guðný Hrund Karlsdóttir
Guðný Hrund Karlsdóttir

Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið. 3 þeirra drógu umsókn sína  til baka og stóðu þá 27 eftir, 8 konur og 19 karlar. Framboðið Nýtt afl, sem bauð fram í fyrsta skipti, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor og auglýsti stöðu sveitarstjóra.

Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið. 3 þeirra drógu umsókn sína  til baka og stóðu þá 27 eftir, 8 konur og 19 karlar. Framboðið Nýtt afl, sem bauð fram í fyrsta skipti, var sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í vor og auglýsti stöðu sveitarstjóra.

Guðný Hrund er fyrsta konan sem gegnir starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. Með ráðningu hennar eru konur í meirihluta í lykilstöðum innan sveitarfélagsins. Af sjö fulltrúum í sveitarstjórn eru fjórar konur. Oddviti er Unnur Valborg Hilmarsdóttir en einnig sitja í sveitarstjórn þau Stefán Böðvarsson, Elín Jóna Rósinberg, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Elín R. Líndal, Ingimar Sigurðsson og Valdimar Gunnlaugsson. Í byggðarráði eru konur einnig í meirihluta en það er skipað þeim Stefáni Böðvarssyni (formaður), Elínu Jónu Rósinberg og Elínu R. Líndal. Af þremur sviðsstjórum sveitarfélagsins eru tvær konur.

Ýmsar framkvæmdir framundan í Húnaþingi

Guðný Hrund hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri hjá Wise í Kanada þar sem hún hefur leitt innleiðingu stórra hugbúnaðarverkefna fyrir þarlend fyrirtæki. Áður starfaði hún fyrir Maritech á Íslandi sem viðskipta- og verkefnastjóri.

Á árunum 2002-2006 starfaði hún sem sveitarstjóri á Raufarhöfn og stýrði sveitarfélaginu farsællega á erfiðum tímum. Guðný Hrund hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, svo sem hlutverki hafnarstjóra, setið í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, í stjórn ábyrgðarsjóðs launa og sem varamaður í stjórn samkeppniseftirlitsins. Hún er með cand. oecon.-próf í viðskiptafræðum af fjármálasviði. Áformað er að hún hefji störf hinn 1. ágúst 2014.

Húnaþing vestra er víðfeðmt landbúnaðarhérað í alfaraleið, miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en íbúar sveitarfélagsins alls eru tæplega 1.200.

Ýmsar framkvæmdir eru á döfinni í Húnaþingi vestra á kjörtímabilinu, svo sem lagning hitaveitu í dreifbýli, viðbygging við íþróttahús o.fl.

mbl.is