Breyttu bekknum í minnisvarða

Robin Williams | 12. ágúst 2014

Breyttu bekknum í minnisvarða um Williams

Í kjölfar andláts Robins Williams hafa aðdáendur hans flykkst í almenningsgarð Bostonborgar þar sem frægan bekk úr kvikmyndinni Good Will Hunting er að finna. Í kvikmyndinni situr persóna Williams á bekknum með persónu Matts Damon og ræðir við hann um lífið og tilveruna. Atriðið má sjá í myndbandinu hér að neðan en einræða Williams þykir vera með þeim öflugri í kvikmyndum seinni tíðar og vann hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Breyttu bekknum í minnisvarða um Williams

Robin Williams | 12. ágúst 2014

Williams og Damon í hlutverkum sínum á bekknum góða.
Williams og Damon í hlutverkum sínum á bekknum góða.

Í kjölfar andláts Robins Williams hafa aðdáendur hans flykkst í almenningsgarð Bostonborgar þar sem frægan bekk úr kvikmyndinni Good Will Hunting er að finna. Í kvikmyndinni situr persóna Williams á bekknum með persónu Matts Damon og ræðir við hann um lífið og tilveruna. Atriðið má sjá í myndbandinu hér að neðan en einræða Williams þykir vera með þeim öflugri í kvikmyndum seinni tíðar og vann hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Í kjölfar andláts Robins Williams hafa aðdáendur hans flykkst í almenningsgarð Bostonborgar þar sem frægan bekk úr kvikmyndinni Good Will Hunting er að finna. Í kvikmyndinni situr persóna Williams á bekknum með persónu Matts Damon og ræðir við hann um lífið og tilveruna. Atriðið má sjá í myndbandinu hér að neðan en einræða Williams þykir vera með þeim öflugri í kvikmyndum seinni tíðar og vann hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Aðdáendur hafa komið með blóm að bekknum, sest og rætt saman, auk þess sem allt í kringum bekkinn er búið að kríta frægar setningar úr kvikmyndum leikarans. 

Robin Williams' Fans Spontaneously Turned The "Good Will Hunting" Bench Into A Memorial

mbl.is