Dapri trúðurinn tók eigið líf

Robin Williams | 12. ágúst 2014

Dapri trúðurinn tók eigið líf

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Robin Williams skaust upp á stjörnuhimininn fyrir uppistand sitt. Í þekktustu hlutverkum sínum kafaði hann djúpt í tilfinningar sínar og felldi grímu gamanleikarans.

Dapri trúðurinn tók eigið líf

Robin Williams | 12. ágúst 2014

Robin Williams var í hugum flestra glaðlyndur gamanleikari. Hann glímdi …
Robin Williams var í hugum flestra glaðlyndur gamanleikari. Hann glímdi við erfiðan geðsjúkdóm. AFP

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Robin Williams skaust upp á stjörnuhimininn fyrir uppistand sitt. Í þekktustu hlutverkum sínum kafaði hann djúpt í tilfinningar sínar og felldi grímu gamanleikarans.

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Robin Williams skaust upp á stjörnuhimininn fyrir uppistand sitt. Í þekktustu hlutverkum sínum kafaði hann djúpt í tilfinningar sínar og felldi grímu gamanleikarans.

Williams naut gríðarlegra vinsælda. Ferillinn hans spannaði yfir þrjá áratugi. Hann var m.a. þekktur fyrir spunaleik sem fáir gátu leikið eftir. Hann lést í gær, 63 ára að aldri. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. 

Williams lék oft sérvitringa. Hann varð frægur fyrir að leika geimveruna Mork frá plánetunni Ork í sjónvarpsþáttum á áttunda áratugnum. Síðar lék hann m.a. föður sem dulbjó sig sem aldraða barnapíu í kvikmyndinni Mrs. Doubtfire.

Hann var gríðarlega flink eftirherma og var hann því fenginn til að talsetja teiknimyndir. Hann var t.d. rödd andans í Aladdin teiknimyndinni vinsælu árið 1992. Andinn brá sér í allra kvikinda líki og Williams fór bókstaflega á kostum í hlutverki sínu.

En hann naut einnig velgengni í alvarlegri hlutverkum, m.a. er hann lék sálfræðinginn sem aðstoðaði snillinginn í Good Will Hunting. Fyrir það hlutverk sitt hlaut hann Óskarsverðlaun. 

Williams glímdi við erfiða djöfla í einkalífi sínu. Hann misnotaði lyf og áfengi og glímdi við geðsjúkdóm.

Hann hætti áfengis- og fíkniefnaneyslu snemma á níunda áratugnum, er sonur hans fæddist. Tuttugu árum síðar fór hann aftur að drekka er hann var við kvikmyndatökur í Alaska árið 2003. Þetta sagði hann m.a. í viðtali við Guardian árið 2010.

„Það var þetta með að vinna svona mikið, og að hugsa „andskotinn, kannski að drykkur myndi hjálpa?“ Og það var það versta í heiminum,“ sagði hann í viðtalinu. Hann sagðist hins vegar ekki hafa byrjað að taka fíkniefni aftur.

Það tók hann þrjú ár að hætta að drekka á nýjan leik. Fjölskyldan blandaði sér í málið og hann fór að lokum í meðferð. Hann sagði að áfengisneyslan hefði orðið til þess að seinna hjónaband hans, sem stóð í nítján ár, fór í vaskinn.

„Þú veist, ég var til skammar, maður gerir hluti sem valda viðbjóði og það er erfitt að jafna sig á slíku,“ sagði Williams í viðtalinu við Guardian.

Árið 2009 kom hann að krossgötum í lífinu. Hann varð veikur og þurfti að gangast undir opna hjartaaðgerð. Þá breyttist allt.

„Allar varnir falla, þú bókstaflega fellir skjöldinn. Og þú hefur ekkert val. Þetta bara opnar skelina. Og þér finnst þú dauðlegur,“ sagði hann. 

Hjartaaðgerðin tók þrjár klukkustundir. Hann var síðar greindur með tvískautaröskun (e. bipolar disorder) og í júlí á þessu ári var hann lagður inn á meðferðarstofnun. Meðferðin fólst í því að reyna að hjálpa honum að halda sig áfram frá áfengi en hann hafði unnið gríðarlega mikið í 18 mánuði.

Eitt þekktasta hlutverk Williams er útvarpsmaðurinn Adrian Cronauer, sem svo eftirminnilega heilsaði hlustendum sínum með kveðjunni: „Gooooooood morning, Vietnaaaaaam“ í samnefndri kvikmynd.

Útvarpsmaðurinn var uppreisnarseggur, lék rokktónlist fyrir bandaríska hermenn sem þeir söknuðu á vígstöðvunum í Víetnam. Gamanleikarinn Williams skein skært í hlutverkinu sem þó var alvörugefið og margbrotið.

Og jafnvel í myndum sem voru í léttari kantinum léði Williams persónum sínum alltaf ákveðna dýpt og dapurleika, meira að segja barnapíunni Mrs. Doubtfire. Þar var það þunglyndur, fráskilinn faðir sem brá á það ráð að dulbúa sig sem barnapíu til að geta verið meira með börnunum sínum. 

Ekki má gleyma Williams í hlutverki Johns Keatings í kvikmyndinni Dead Poets Society. Þar lék hann einnig mann sem féll ekki að samfélagsnorminu og ögraði yfirmönnum sínum með óhefðbundnum kennsluaðferðum. 

Í ævintýramyndum á borð við Aladdin, Friends Like Me og Jumanji var það þó gamanleikarinn sem tók öll völd. 

Árið 2004: Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong og Robin Williams ræða saman. …
Árið 2004: Hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong og Robin Williams ræða saman. Armstrong hafði nýlokið við að sigra í Tour de France. AFP
Robin Williams í september árið 1988. sama ár og Good …
Robin Williams í september árið 1988. sama ár og Good Morning Vietnam var frumsýnd. AFP
Margir minnast Robins Williams.
Margir minnast Robins Williams. AFP
Nokkrar af þeim myndum sem Robin Williams lék í.
Nokkrar af þeim myndum sem Robin Williams lék í.
mbl.is