Fjölmargir minnast Robin Williams

Robin Williams | 12. ágúst 2014

Fjölmargir minnast Robin Williams

„Hann fékk okkur til að hlæja. Hann fékk okkur til að gráta. Hann gaf ómældan hæfileika sinn til þeirra sem þurftu mest á honum að halda.“

Fjölmargir minnast Robin Williams

Robin Williams | 12. ágúst 2014

„Hann fékk okkur til að hlæja. Hann fékk okkur til að gráta. Hann gaf ómældan hæfileika sinn til þeirra sem þurftu mest á honum að halda.“

„Hann fékk okkur til að hlæja. Hann fékk okkur til að gráta. Hann gaf ómældan hæfileika sinn til þeirra sem þurftu mest á honum að halda.“

Barack Obama var meðal þeirra fjölmörgu sem minnst hafa grínleikarans Robin Williams, en fréttir um andlát hans bárust í gærkvöldi.

Williams er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann hafði lengi barist við þunglyndi. Hann hafði einnig talað opinskátt um kókaínfíkn sína á 8. og 9. áratug síðustu aldar. 

Ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum síðastliðnar klukkustundir, er heimsbyggðin harmi slegin vegna fráfalls leikarans. Hann var vinsæll, bæði hjá börnum og fullorðum og virðist hafa náð að snerta við fjölda fólks á ævi sinni. 

Fjölmargir hafa minnst Williams á Twitter undir myllumerkinu #robinwilliams

„Tíst kemst ekki nærri því að lýsa því hversu stórt hjarta, sál og hæfileiki Robin Willams var. Þetta er svo sorglegt. Allt í lagi, ég reyni. Ég hitti hann þegar ég var þrettán ára og mikill aðdáandi og horfði á hann vera góður við hvern aðdáanda sem ég sá hann með... Hann hafði svo jákvæð áhrif á heiminn. Hann gerði svo margt gott fyrir fólk. Hann fékk mig og svo marga til að hlæja svo mikið í langan tíma,“ tísti leikarinn Ben Stiller.  

Sorgleg áminning um að bak við hláturinn leynast tárin.

Taktu eftir því hvernig þunglyndi kemur við fólk, burt séð frá því hversu hamingjusamt það „á“ að vera.

Heimurinn hefur misst lækni, barnfóstru, forseta, kennara, Pétur Pan og marga fleiri. Hér er vísað í hlutverk Willams í nokkrum af þeim kvikmyndum sem hann lék í.

Robin Willams.
Robin Willams. Wikipedia
mbl.is