Hallast að fjölgun seðlabankastjóra

Seðlabankinn | 12. ágúst 2014

Hallast að fjölgun seðlabankastjóra

Fjármálaráðherra hallast að því að rétt sé að fjölga seðlabankastjórum frá því sem nú er. Þetta sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvers vegna svaraði ráðherrann því til að verkefni Seðlabankans hefðu stóraukist á undanförnum árum.

Hallast að fjölgun seðlabankastjóra

Seðlabankinn | 12. ágúst 2014

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaráðherra hallast að því að rétt sé að fjölga seðlabankastjórum frá því sem nú er. Þetta sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvers vegna svaraði ráðherrann því til að verkefni Seðlabankans hefðu stóraukist á undanförnum árum.

Fjármálaráðherra hallast að því að rétt sé að fjölga seðlabankastjórum frá því sem nú er. Þetta sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvers vegna svaraði ráðherrann því til að verkefni Seðlabankans hefðu stóraukist á undanförnum árum.

Búist er við að tilkynnt verði í vikunni hver verði ráðinn seðlabankastjóri en þrír umsækjendur hafa verið metnir hæfastir af sérstakri matsnefnd. Þeir Már Guðmundsson núverandi seðlabankastjóri, prófessorarnir Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson.

Þrír bankastjórar voru áður í Seðlabankanum en núverandi lög gera aðeins ráð fyrir einum slíkum. Lagabreyting yrði því að koma til ætti að skipa fleiri seðlabankastjóra.

mbl.is