Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2014.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2014.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst 2014.
Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins.
Fram kemur, að Már hafi fyrst verið skipaður seðlabankastjóri 20. ágúst 2009.
Þá segir ennfremur: „Alls sóttu tíu um stöðu seðlabankastjóra, sem auglýst var laus til umsóknar 2. júní sl. Í samræmi við ákvæði laga um Seðlabanka Íslands var sérstök matsnefnd skipuð til þess að meta hæfni umsækjenda. Nefndin mat þrjá umsækjendur mjög vel hæfa til þess að hljóta embætti seðlabankastjóra, þá Friðrik Má Baldursson, Má Guðmundsson og Ragnar Árnason.“
„Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að birta umsögn matsnefndar um hæfni umsækjenda en hún barst ráðuneytinu 17. júlí. sl. Umsækjendur áttu þess kost að koma athugasemdum við umsögn nefndarinnar á framfæri við ráðuneytið. Athugasemdir bárust frá fimm þeirra og óskaði ráðuneytið því eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort hún teldi að athugasemdir umsækjenda gæfu tilefni til þess að nefndin endurskoðaði mat sitt á viðkomandi. Með tölvupósti frá formanni nefndarinnar, dags. 25. júlí sl., var ráðuneytinu tilkynnt að nefndin teldi ekki að umræddar athugasemdir gæfu henni tilefni til að breyta mati sínu á einstökum umsækjendum. Eftir að hafa yfirfarið niðurstöður nefndarinnar, hæfnismat um einstaka umsækjendur og bréf nefndarinnar vegna athugasemda umsækjenda er það niðurstaða ráðuneytisins að ekkert í þeim gögnum sé þess eðlis, með hliðsjón af sjónarmiðum um einkalífsvernd umsækjenda, að ráðuneytinu sé óheimilt að birta þau. Hefur ráðuneytið þá jafnframt í huga þau mikilvægu sjónarmið sem lúta að gagnsæi og aðhaldi gagnvart stjórnvöldum við ákvarðanatöku um skipan í þýðingarmikil opinber embætti.
Jafnframt birtir ráðuneytið skipunarbréf ráðherra til seðlabankastjóra,“ segir ennfremur.