Ríkissjóður sem borgar

Ríkissjóður sem borgar

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það sé óumdeilanlegt, og staðreyndirnar tali sínu máli um það að vinna allra rannsóknanefndanna hafi tekið mun lengri tíma og kostað mun meira en áformað var í upphafi.

Ríkissjóður sem borgar

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið | 15. ágúst 2014

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það sé óumdeilanlegt, og staðreyndirnar tali sínu máli um það að vinna allra rannsóknanefndanna hafi tekið mun lengri tíma og kostað mun meira en áformað var í upphafi.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að það sé óumdeilanlegt, og staðreyndirnar tali sínu máli um það að vinna allra rannsóknanefndanna hafi tekið mun lengri tíma og kostað mun meira en áformað var í upphafi.

Einar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður álits á bréfi rannsóknarnefndar Alþingis til forsætisnefndar, þar sem gagnrýnt var að prentkostnaður á skýrslu nefndarinnar hefði verið bókfærður sem kostnaður við störf nefndarinnar:

„Menn geta auðvitað haft skiptar skoðanir á því hvar á að færa slíkan kostnað, en það er ekki stórmál í mínum huga, því á endanum lendir kostnaðurinn á ríkissjóði,“ segir Einar í samtalinu í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is