„Ég vildi bara sofa“

Hollande og ástarmálin | 3. september 2014

„Ég vildi bara sofa“

„François elti mig. Hann reyndi að ná pokanum. Pillurnar hellast niður á rúmið og gólfið... Ég gleypi þær sem ég næ... Ég vildi bara sofa. Ég vildi ekki lifa næstu klukkustundirnar,“ segir Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande þegar hún lýsir því þegar hún fékk upplýsingar um framhjáhald hans.

„Ég vildi bara sofa“

Hollande og ástarmálin | 3. september 2014

Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande
Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande AFP

„François elti mig. Hann reyndi að ná pokanum. Pillurnar hellast niður á rúmið og gólfið... Ég gleypi þær sem ég næ... Ég vildi bara sofa. Ég vildi ekki lifa næstu klukkustundirnar,“ segir Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande þegar hún lýsir því þegar hún fékk upplýsingar um framhjáhald hans.

„François elti mig. Hann reyndi að ná pokanum. Pillurnar hellast niður á rúmið og gólfið... Ég gleypi þær sem ég næ... Ég vildi bara sofa. Ég vildi ekki lifa næstu klukkustundirnar,“ segir Valérie Trierweiler, fyrrverandi sambýliskona François Hollande þegar hún lýsir því þegar hún fékk upplýsingar um framhjáhald hans.

Franska tímaritið Paris Match birtir í dag kafla úr bók Trierweiller sem kemur út á morgun. Þar lýsir hún því þegar hún frétti af framhjáhaldi manns síns með leikkonunni Julie Gayet.

Franska tímaritið Closer skýrði frá framhjáhaldi hans með frönsku leikkonunni Julie Gayet í janúar. Closer sagði að Hollande hefði haldið við Gayet í tvö ár, eða frá því að hann var í framboði til forseta. Trierweiler var í kjölfarið lögð inn á sjúkrahús vegna streitu, þreytu og þunglyndis.

Ekkert hefur verið upplýst opinberlega um endurminningarnar fyrr en nú en Trierweiller, sem er blaðamaður, skrifaði þær með leynd. Þar fer hún yfir samband þeirra Hollande og sársaukann sem fylgdi því að frétta af ástríðufullu ástarsambandi forsetans og leikkonunnar í gegnum fjölmiðla.

„Allt sem ég skrifa er satt,“ segir hún á forsíðu bókarinnar sem nefnist „Merci Pour ce Moment“ (Takk fyrir þessa stund). Talið er að bókin komi ekki til með að bæta bágan orðstír forsetans sem er óvinsælasti forseti sem franska þjóðin hefur átt, samkvæmt skoðanakönnunum. 

Trierwiler lýsir því þegar hún fær fréttirnar um að hún hafi verið svikin af sambýlismanninum. „Upplýsingarnar um Julie Gayet var aðalfyrirsögn dagblaðanna... Ég brjálaðist. Ég vildi ekki heyra þetta, ég hljóp inn á baðherbergi. Ég greip plastpokann með svefntöflunum,“ segir hún í kaflanum sem er birtur í Paris-Match í dag. 

Trierweiler segist hafa fundið að hún hefði ekki styrk til þess að takast á við óveðrið. Það eina sem hún vildi var að flýja og svo missti hún meðvitund. 

Paris-Match

Umfjöllun Le Parisien

Valérie Trierweiler og François Hollande á meðan allt lék í …
Valérie Trierweiler og François Hollande á meðan allt lék í lyndi milli þeirra. AFP
Julie Gayet
Julie Gayet AFP
mbl.is