Hollande og hinir tannlausu

Hollande og ástarmálin | 10. september 2014

Hollande og hinir tannlausu

Forseti Frakklands, François Hollande, reyndi í dag að svara fyrir sig vegna bókar sem fyrrverandi sambýliskona hans lýsir ýmsu bitastæðu úr sambandi þeirra tveggja. Nú eru það ummæli hans og viðhorf til fátækra.

Hollande og hinir tannlausu

Hollande og ástarmálin | 10. september 2014

Valérie Trierweiler og François Hollande á meðan allt lék í …
Valérie Trierweiler og François Hollande á meðan allt lék í lyndi milli þeirra. AFP

Forseti Frakklands, François Hollande, reyndi í dag að svara fyrir sig vegna bókar sem fyrrverandi sambýliskona hans lýsir ýmsu bitastæðu úr sambandi þeirra tveggja. Nú eru það ummæli hans og viðhorf til fátækra.

Forseti Frakklands, François Hollande, reyndi í dag að svara fyrir sig vegna bókar sem fyrrverandi sambýliskona hans lýsir ýmsu bitastæðu úr sambandi þeirra tveggja. Nú eru það ummæli hans og viðhorf til fátækra.

Í viðtali við Le Nouvel Observateur varði Hollande ummæli sem Valerie Trierweiler eignar honum. Hann segist ekki vera sáttur við að fólk geti sagt og skrifað að ég mér sama um þá sem þjást í þjóðfélaginu. Svona lygar særa mig, segir hann.

Trierweiler segir í bókinni að Hollande hafi í raun fyrirlitið fátæka og kallað þá „tannlausa“ í gríni. 

Bókin kom út í síðustu viku en þar lýsir hún erfiðum sambandsslitum þeirra í byrjun árs er fjölmiðlar birtu frásagnir af ástarsambandi hans og leikkonu. Líkt og búast mátti við þá trónir bókin nú efst á lista yfir vinsælustu bækurnar í Frakklandi.

Hann segir að hann hafi kynnst fólki sem eigi virkilega bágt og þeir eigi erfitt með tannverndina. Hollande segist hafa fulla samúð með þeim og hann hafi veitt þeim stuðning og hjálp.

mbl.is