Með eindæmum óvinsæll forseti

Hollande og ástarmálin | 11. september 2014

Með eindæmum óvinsæll forseti

Tæplega tveir þriðju Frakka vilja að forseti Frakklands, François Hollande, segi af sér en þrátt fyrir að 62% aðspurðra vilji að hann segi af sér telur 61% að hann verði áfram í embætti til ársins 2017.

Með eindæmum óvinsæll forseti

Hollande og ástarmálin | 11. september 2014

François Hollande forseti Frakklands er með eindæmum óvinsæll meðal þjóðar …
François Hollande forseti Frakklands er með eindæmum óvinsæll meðal þjóðar sinnar. AFP

Tæplega tveir þriðju Frakka vilja að forseti Frakklands, François Hollande, segi af sér en þrátt fyrir að 62% aðspurðra vilji að hann segi af sér telur 61% að hann verði áfram í embætti til ársins 2017.

Tæplega tveir þriðju Frakka vilja að forseti Frakklands, François Hollande, segi af sér en þrátt fyrir að 62% aðspurðra vilji að hann segi af sér telur 61% að hann verði áfram í embætti til ársins 2017.

Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Ifop sem birt er í Le Figaro Magazine í dag.

Hollande er einstaklega óvinsæll í embætti enda mikið atvinnuleysi í landinu og staðnað hagkerfi. Þykir Frökkum sem forsetinn hafi ekki staðið sem skyldi í baráttunni við atvinnuleysið og eins eru efnahagsmálin ekki eins og best verður á kosið.

Enginn forseti Frakklands hefur verið jafn óvinsæll og Hollande og ekki hafa vinsældir hans aukist við breytingar á ríkisstjórninni.

mbl.is