Flytja út fleiri tonn af vömbum

Flytja út nokkur hundruð tonn af vömbum

Icelandic Byproducts, dótturfélag Norðlenska, flytur nokkur hundruð tonn af vömbum til Afríku og Asíu á ári hverju. Vambirnar koma frá fimm til sex sláturhúsum hér á landi. 

Flytja út nokkur hundruð tonn af vömbum

Sala á vömbum vegna sláturgerðar | 7. október 2014

Kindavambir eru eftirsóttar í Afríku og Asíu vegna dýrapróteinssins en …
Kindavambir eru eftirsóttar í Afríku og Asíu vegna dýrapróteinssins en þær þykja einnig orkumiklar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Icelandic Byproducts, dótturfélag Norðlenska, flytur nokkur hundruð tonn af vömbum til Afríku og Asíu á ári hverju. Vambirnar koma frá fimm til sex sláturhúsum hér á landi. 

Icelandic Byproducts, dótturfélag Norðlenska, flytur nokkur hundruð tonn af vömbum til Afríku og Asíu á ári hverju. Vambirnar koma frá fimm til sex sláturhúsum hér á landi. 

Þegar vambirnar hafa verið unnar til útflutnings er ekki hægt að nýta þær til sláturgerðar, líkt og vambirnar sem hafa verið til sölu í verslunum hér á landi síðastliðin ár yfir sláturtíðina.

Aðspurður segir Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, að vambirnar sem fluttar eru út séu notaðar í matargerð. Eru þær meðal annars skornar í strimla og borðaðar á þann hátt eða notaðar í súpur. Dýrapróteinið í vömbunum er eftirsótt og er það talið orkumikið.

Reikna má með að um 550 þúsund kindum verði slátrað hér á landi í haust. Í fyrra seldi Sláturfélag Suðurlands, SS, 15 þúsund vambir til verslana hér á landi. Að sögn Reynis hefur fyrirtækið ekki unnið vambir til sölu í verslunum hér á landi í nokkur ár og bendir hann á að ekki séu mörg ár síðan stærstum hluta vambanna var hent hjá Norðlenska.

Fyrirtækið Icelandic Byproducts var stofnað hér á landi árið 2010 að undirlagi Norðlenska í því skyni að vinna og flytja út garnir og ýmsar aðrar hliðarafurðir sem falla til í sláturtíðinni. Í tilkynningu á vef Norðlenska frá árinu 2011 segir að ávinningurinn sé þríþættur.

Í fyrsta lagi fást verðmæti fyr­ir vör­ur sem áður var fargað, í ann­an stað spar­ar Norðlenska sér kostnað við förg­un­ina en hann er um­tals­verður og síðast en ekki síst skipt­ir um­hverf­is­sjón­ar­mið fyr­ir­tækið miklu máli, sagði í tilkynningunni. 

SS ákvað að frá og með þessu hausti myndi fyrirtækið ekki selja vambir til verslana. Samkvæmt upplýsingum frá SS var ekki hægt að halda vinnslu vambanna áfram með tilliti til kostnaðar.

Fréttir mbl.is um málið: 

Hætt að taka slátur eftir 38 ár

Ósáttar við skort á vömbum

Ekki lengur hægt að kaupa vambir

mbl.is