Vaxandi þrýstingur er af hálfu breskra stjórnvalda á að Seðlabanki Íslands – og fjármálaráðherra – veiti undanþágu frá höftum fyrir útgreiðslu erlends gjaldeyris úr slitabúi gamla Landsbankans (LBI) til forgangskröfuhafa.
Vaxandi þrýstingur er af hálfu breskra stjórnvalda á að Seðlabanki Íslands – og fjármálaráðherra – veiti undanþágu frá höftum fyrir útgreiðslu erlends gjaldeyris úr slitabúi gamla Landsbankans (LBI) til forgangskröfuhafa.
Vaxandi þrýstingur er af hálfu breskra stjórnvalda á að Seðlabanki Íslands – og fjármálaráðherra – veiti undanþágu frá höftum fyrir útgreiðslu erlends gjaldeyris úr slitabúi gamla Landsbankans (LBI) til forgangskröfuhafa.
Breski innistæðutryggingasjóðurinn er stærsti forgangskröfuhafi LBI og á eftir að fá greidda um 400 milljarða úr búinu.
Andrea Leadsom, undirráðherra fyrir efnahagsmál í breska fjármálaráðuneytinu, hefur á síðustu vikum átt í talsverðum samskiptum við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna málsins, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Hefur ráðherrann ítrekað þá afstöðu breskra yfirvalda að greiðslur berist til forgangskröfuhafa sem allra fyrst. Á búið nú yfir 400 milljarða í lausafé í erlendum gjaldeyri. Bjarni vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Viðskiptamogganum í dag.