Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringaþerapisti er lesendum Smartlands Mörtu Maríu að góðu kunn því hún fór með ákveðnum hópi í gegnum átakið „10 árum yngri á 10 vikum“ vorið og sumarið 2011. Nú hefur Þorbjörg sent frá sér enn eina bókina sem ætti að vera eins og himnasending fyrir þá sem eru með slæma húð en hvernig kom það til að hún fór að einblína á húðina?
Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringaþerapisti er lesendum Smartlands Mörtu Maríu að góðu kunn því hún fór með ákveðnum hópi í gegnum átakið „10 árum yngri á 10 vikum“ vorið og sumarið 2011. Nú hefur Þorbjörg sent frá sér enn eina bókina sem ætti að vera eins og himnasending fyrir þá sem eru með slæma húð en hvernig kom það til að hún fór að einblína á húðina?
Þorbjörg Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og næringaþerapisti er lesendum Smartlands Mörtu Maríu að góðu kunn því hún fór með ákveðnum hópi í gegnum átakið „10 árum yngri á 10 vikum“ vorið og sumarið 2011. Nú hefur Þorbjörg sent frá sér enn eina bókina sem ætti að vera eins og himnasending fyrir þá sem eru með slæma húð en hvernig kom það til að hún fór að einblína á húðina?
„Danska sjónvarið DR1 bað mig að stjórna þáttum sem snerust um unglegt útlit. Tveir hópar með bæði körlum og konum voru settir upp, annar leiddur af lýtalækni sem einungis mátti nota sín verkfæri eins og fillers, bótox, leysi og hníf og hins vegar ég með mitt konsept; matinn, bætiefnin, lífsþjálfun, hreyfingu og annað náttúrulegt,“ segir Þorbjörg.
Hún segir að galdurinn á bak við unglegt útlit sé margþætt.
„Fyrst þarf að skilgreina fegurð, ekki satt. Fyrir mér er það útgeislun, falleg og ljómandi húð, sjálfsöruggi og að standa með sjálfum sér - líka þegar tímar verða erfiðir. Fegurðin kemur þannig að mestu leyti innan frá. Líkami og hugur stjórnar því. Mataræðið er algjörlega óhjákvæmileg undirstaða; rétt val og samsetning og ekki síst gæði. Hreyfing og líkamsrækt og hugrækt er ekki síðri.“
Þorbjörg hefur 25 ára reynslu í faginu og veit af eigin raun að í vannærðum líkama er oftar en ekki erfiðara og flóknara að taka ákvarðanir og finna fyrir öryggi.
„Það sýnir sig í húðinni og útlitinu. Ég var í kjölfarið á þessum vinsælu þáttum beðin að skrifa bók um húðina. Og rétt er að minnast á að „kálhópurinn“, sem keppti við „nálhópinn“, bar af. Ekki einungis hvað varðar útlit og ljómandi húð heldur misstu þau öll umframkíló og fengu sterka og þjálfaða vöðva og það besta var að allir voru mun hamingjusamari og ánægðir með sjálfa sig.“
Þegar hún er spurð hvað fólk geri helst vitlaust þegar húðin er annars vegar nefnir hún rusl og „mat“ sem framkallar þurrk, bólur, hrukkur og útbrot.
„Sykur og vond fita eru þar efst á blaði. Svo er líka sjálf umhirða húðarinnar. Það þarf að skapa góðar venjur þar eins og með matinn. Hér er ég líka að tala um það sem við berum á húðina. Dýr krem sem lofa öllu fögru eru ekki endilega svarið en innihald og gæði skipta öllu máli ef við viljum framkalla náttúrulegan ljóma og fallega húð. Til dæmis eru andlits- og líkamsolíur vinsælar. En ef olíurnar eru gamlar og þránaðar gera þær illt verra. Eins má vara sig á olíum í kremum og alls konar geymslu- og rotvarnarefni sem innihalda estrógenlík efni ber að forðast. En ég er með allítarlegan lista af vörum og leiðarvísi fyrir allar tegundir af húð og hvað virkar á hvað í bókinni.“
Þorbjörg er mikill aðdáandi vatns og hvetur fólk til að spara ekki við sig þegar kemur að því.
„Ef þú drekkur ekki 2-3 l af vatni daglega og ert með einhver sýnileg vandamál í húðinni byrjaðu þá að drekka og sjáðu hvað bara það gerir. Ég get ekki séð nákvæmlega allt sem fólk borðar rangt í andlitinu. En ég get lesið lífsstílinn í einkennum eins og t.d. baugum, bólgum, roða og öðru. Stress og álag, skortur á svefni, of mikið að hinu og of lítið af þessu, uppþemba og uppsöfnun í þörmum, lifrarálag til að nefna eitthvað. Góðu fréttirnar eru að allir geta fengið ljómandi húð. Ef þeir bara gera eins og segi,“ segir hún og hlær.